Heilsuvernd - 01.04.1958, Side 22
14
HEILSUVERND
til þess ýmsar ástæður: Þau eru notuð í tíma og ótíma,
án þess að vissa sé fyrir, að þeirra sé þörf, eins og oft
vill verða um lyf; það er lítt framkvæmanlegt að ala menn
á öllum þeim f jölda f jörefna, sem þegar eru þekkt og líkam-
inn þarfnast; slíkt lyfjaát mundi ekki bæta upp nema
nokkurn hluta þeirra efna, sem lí'kaminn fer á mis við,
ef fæðið er lélegt, þar eð fullvíst má telja, að þýðingarmikil
efni séu enn ófundin; síðast en ekki sizt er nú meðal vís-
indamanna tekið að bóla á þeim skoðunum, sem náttúru-
læknar hafa lengi haldið fram, að tilbúin fjörefni komist
ekki til jafns við fjörefni í náttúrlegri fæðu, sem því sé
bezta f jörefnalindin. Það er því næsta skiljanlegt, að marg-
ir reki upp stór augu, þegar þeir sjá, að tímarit NLFl,
Heilsuvernd, birtir hvað eftir annað áróðursgreinar um
tilbúin fjörefni. Höfundur greinarinnar „Það er hægt að
fjölga beztu árum ævinnar“, í síðasta hefti Heilsuvernd-
ar (4. h. 1957) er þekktur læknir og rithöfundur. En hann
er bersýnilega af „gamla skólanum“ og gerir sig auk þess
sekan um hugtakarugling, sem einnig er mjög algengur,
bæði meðal lækna og leikmanna. Hann talar um, að „al-
hliða“ fæði þurfi að bæta upp með tilbúnum fjörefnum.
Hér meinar hann venjulegt blandað fæði, og þá hefir
hann nokkuð til síns máls. En slíkt fæði er langt frá því
að vera alhliða, enda væri þá ekki neinnar uppbótar þörf.
Nútíma næringarfræði kennir okkur, að í daglegu fæði
þurfi að vera visst lágmark hinna ýmsu næringarefna, þar
á meðal ákveðið magn helztu fjörefna. Sé þessum skil-
yrðum fullnægt og ástand líkamans eðlilegt, þannig að
efnin nýtist, þá sé öllu óhætt og óþarft að bæta þar um.
Og læknavísindi nútímans eru sammála náttúrulæknum
um það, að bezt sé að sækja fjörefni og önnur nauðsynleg
næringarefni í fæðuna.
Ekki skal þvi neitað, að blöndur tilbúinna fjörefna, hvort
sem um er að ræða sykraðar, fljótandi f jörefnablöndur eða
lyfjabúðartöflur, geti haft hressandi áhrif á sjúklinga eða
fólk, sem býr við lélegt fæði. Tilbúin og ónáttúrleg fjör-