Heilsuvernd - 01.04.1958, Side 30

Heilsuvernd - 01.04.1958, Side 30
22 HEILSUVERND til mín kveðju unz hann hvarf með hópnum. Um kvöldið kom pabbi heim með fulla vasa af peningum, hann hafði selt allan hópinn á góðu verði. Pabbi fékk mér seðlabunka, mörg hundruð krónur, ég man ekki hvað mörg, ein 5, 6, 7. Ég rétti þegjandi fram hendina, treglega þó, mér þyngdi í skapi, og mér var ein- hvernveginn illa við að sjá þessa seðlamiða, svo skraut- legir sem þeir þó voru, helzt vildi ég ekkert með þá hafa. Ég var farin að hugsa um að láta þá hverfa einhvernveg- inn, sama hvernig, ég mundi aldrei eignast fyrir þá neitt mér til ánægju, — jú, kannske liti, en það vissi ég að þykja mundi mikil ráðleysa. Þá segir pabbi: Þessa peninga lætur þú í sparisjóðsbók eins og þeir eru, og mundu það svo, að taka aldrei á þeim sjóð nema þér liggi mikið á, til þarflegra hluta. Framtíðarfyrirmæli pabba voru sjálf- sögð lögmálsboð, og allar kaupskaparhugmyndir mínar hjöðnuðu af sjálfu sér. Um haustið frétti ég frá frænda, sem bjó í Reykjavik, en var í innsta eðli sveitamaður, og sagðist alltaf ganga niður að höfn og líta yfir hrossahópana sem flytja átti til útlanda. Minntist hann þess að hafa séð jarpskjótta hryssu og jarptoppóttan fola, standa hlið við hlið framar- lega í hópnum, höfuðin voru svo náin, að fremst runnu föxin saman í eitt með þrem framstæðum vökulum eyr- um. Þau héldu þá saman mæðginin, eins og svo oft í haganum heima. Síðan eru liðin 37 ár, og á því tímabili hefur sjóður- inn minn legið í bankanum, nokkrum sinnum hefi ég þó orðið að taka af honum til læknishjálpar, þar til ég mætti Jónasi lækni Kristjánssyni og nam hans heilbrigðu ráð og lífsspéki, í orðum og gjörðum, sem ég bið að annars- staðar verði geymd og goldin. Sem ofurlítinn þakklætisvott til míns góða og göfuga iæknis, tek ég nú sjóðinn minn og lána hann, til bygginga- framkvæmda heilsuhælisins. Smár er hann í stórum aug- um, en þeim mun meir bið ég að blessun fylgi, og hann

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.