Heilsuvernd - 01.04.1958, Side 32

Heilsuvernd - 01.04.1958, Side 32
HEILSUVERND Cr bréli frá Gísla í Skógargerði Ég hefi nú búið í rúm 50 ár, en er auk þess uppalinn við búskap. Ég þykist því hafa yfirlit yfir talsvert langan tíma, og hafa öðlast nokkra reynslu um heilbrigði manna og skepna. Mér datt svo í hug að skýra ykkur frá því helzta, sem ég hefi veitt athygli, og skoðunum mínum á þessum málum. Uppúr aldamótunum lögðust hér niður fráfærur, þ. e. hætt var að nytja ærnar í kvíum á sumrin, sem hafði þó verið gert frá landnámstíð. Við þetta versnaði fæði fólks- ins mjög, því tún voru víða lítil, og kýr of fáar til að bæta upp missir hinnar ágætu sauðamjólkur. Enda sýndust mér ávextirnir koma brátt í ljós. Hvíti dauðinn fór nú ham- förum um sveitir og fleiri kvillar, sem lítið bar á áður. Um þetta leyti hófust hvalaveiðar hér á fjörðunum. Var hvalur sóttur til matar, og sumstaðar notaður mjög mikið, en þar sýndist mér heilsufarið verða lélegast, sem hann var notaður mest. Ég fékk þá hugmynd, að hvalkjöt mundi vera einhver lélegasta tegund kjöts, sem fá mætti, og sporðhvalurinn, sem var mikið keyptur, þó enn lakari. Fallarengið mun hafa verið sæmilegt manneldi, en það var líka dýrast, og lítið keypt einkum af fátæklingum. Ég kvæntist 1908. Næstu tuttugu árin eignuðumst við 13 börn, sem öll náðu aldri, og lifa enn nema eitt. Öll hefir fjölskyldan verið stálhraust til þessa dags, að því undanteknu, að ég var eitt sinn rétt dauður úr lungna- bólgu (1915), meðan lítil ráð voru kunn við henni. Ég komst með annan fótinn yfirum, og læknirinn (Ól. Lár) sagðist aldrei hafa séð mann rétta við, sem hefði verið eins langt leiddur. Ég var líka mörg ár að jafna mig eftir þetta áfall.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.