Heilsuvernd - 01.04.1958, Side 36
28
HEILSUVERND
ing afglapá á því sviði sem varðar lífið mest allra mála,
það er trygg heilsa um langa æfi. Sjú'kdómar þeir, er á
oss íslendingum hvíla sem öðrum þjóðum, stafa af or-
sökum. Orsökin er afbrot gegn því lífslögmáli, sem er und-
irstaða alls lífs á jörðu vorri. Þar er hornsteinninn að
lífið verði að fá lifandi fæðu sér til eldis. Ef það bregzt,
er öllu lífi og framtíð alls mannlífs á jörðu hætta búin.
Eru ekki hinir hraðvaxandi hrörnunarkvillar ábending
þess, sem í vændum er? Vér sjáum að hrörnunarkvillar
vaxa ört rétt eins og það væri eftir pöntun. Hve lengi
rísum vér undir því sjúkdómafargi? Vér getum ekki byggt
spítala til eilifðar, og á spítölum er þó aðeins gert við sjúk-
dómaeinkennum.
Ég þekki engan öruggari grundvöll til ræktunar betri
og batnandi heilsu en sauðamjólkin var. En hún er horfin
og kemur ekki aftur. En hvað getur komið í hennar stað ?
Mjólk úr kúm, sem eru rétt fóðraðar. En hvar er unnt að
fá slíka mjólk? Ekki úr kúm sem fóðraðar eru á töðu
sem sprottin er á gerfiræktuðum töðuvelli. Þeir sjúk-
dómar er á oss hvíla eins og þungt farg stafa
alltaf af vanþekkingu á því að vér höfum ekki þekkt leið-
ina til ræktunar fullkominnar heilsu. Hún er sú að velja
sér rétta fæðu, en það er lifandi fæða. Meðan menn gera
sér ekki þetta Ijóst, er engin von til þess að úr rakni fyrir
oss til batnandi heilsu.
Hver líftegund gerir kröfu til eldis sem henni hentar. Það
er ekki að ástæðulausu að maðurinn er orðinn krankfeld-
asta lífvera jarðarinnar, það stafar af því að nútímamenn
hafa sýnt meiri óprúttni í því að brjóta það lögmál sem
líf og heilbrigði er háð. En það er að líf verður umfram allt
að lifa á lifandi fæðu. Bágast er að læknar skuli ekki hafa
gert sér grein fyrir þessu ennþá, að sjúkdómar stafa af
orsökum sem unnt er að koma í veg fyrir. Þess vegna er
þjóð vor ennþá á hrörnunar- og úrkynjunarleið.
Mikið gladdi það mig er ég sá það í blöðum, að sonur
Gísla í Skógargerði hafði unnið það afrek að bjarga sér á