Heilsuvernd - 01.04.1958, Side 39

Heilsuvernd - 01.04.1958, Side 39
HEILSUVERND 31 áburðar er ekki aðeins viðsjál heldur háskaleg vegna þess að gerfiáburður borinn á ræktað land deyðir og eyðir ormum og gerlalífi í jarðveginum. En þetta líf í jarðveg- inum auðgar jarðveginn til framleiðslu náttúrlegrar gróðurmoldar. Til samanburðar leyfi ég mér að benda á Kínverska bændur sem eru beztu jarðræktarmenn i heimi, þeir nota hverja ögn sem til fellur af dýra- og jurtastofni til að auka gróðurmáttinn. Þetta er þeim lífsnauðsyn af því þeir hafa svo lítið land að lifa á. Bregðist uppskeran deyja þeir úr hungri. Krabbamein meðal þeirra sem búa í sveit er fágætt. Meðan þeir eru heilbrgðir borga þeir læknum ærið gjald, en alls ekkert þegar þeir eru sjúkir. Þetta er þeirra heilsurækt. Kínverska þjóðin er hraust og heilsu- góð, róleg og hófsöm, býr við eldgamla menningarsiðu. Ég þakka þér kæri vinur fyrir þitt ágæta vekjandi bréf. Ég gef þér rétt í flestu sem þú segir um manneldi, þó ekki um kjötátið, þvi maðurinn er í eðli sínu jurtaæta. Alkóhólið er það eitur sem enginn ætti að snerta, svipað er að segja um tóbakið, og hið eiturmeingaða sælgætisát. Ég lít svo á að hvíta hveitið og hvítur sykur eigi sök í flest- um kvillum sem á okkur sækja. Það er engin tilviljun, að við Islendingar erum allra þjóða krankfeldastir. Það er vor eigin afglöp er þessu valda. Ef fjöldi landsins bænda hefðu slíkt vakandi auga á heilbrigði moldar og manns, yrði heilsufarsleg afkoma önnur. Með kærri kveðju og beztu þökk. Heilsuhæli N.L.F.I. 8.3 1958. Jónas Kristjánsson, laéknir.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.