Heilsuvernd - 01.04.1958, Side 34

Heilsuvernd - 01.04.1958, Side 34
26 HEILSUVERND menn hafa fengið skyrbjúg, þótt nægilegt hefðu af henni. Eitthvað hefir þar vantað. Það er einmitt þetta, sem ég vil vekja athygli ykkar á. Er ekki mikið af vanlíðan manna og dýra nú gerfirækt- uninni að kenna? Ber ekki að hvetja bændur alla til þess að drýgja sem mest og nota út í æsar sinn húsdýraáburð? Hitt er staðreynd, að sumir telja það ekki ómaksins vert, að bera hann á, og eiga hálffull hús af taði, sem aldrei er mokað út. Þá er líka heillavænlegra að nota síldarmjöl til fóður- bætis og drýginda, en útlent fóðurkorn, sem drifið er upp með gerfiáburði. Síldin og fiskarnir lifa ekki á gerfisulli í sjónum. Þessvegna má treysta á síldar- og fiskimjöl til fóðurs. Ég hefi jafnan keypt og gefið gripum síldarmjöl, siðan farið var að framleiða það hér. Hefir mér reynst það ágæt- lega. Þó má ekki gefa kúm mikið af því, meðan þær hafa ekki fengið kálf. Að lokum vil ég segja þér hvernig ég og við hér nær- umst daglega, sem höfum þessa ágætu hreysti, sem ég er að gorta af. Við höfum næga og góða mjólk, skyr og smjör, svo er borðað kjöt daglega með jarðeplum og fisk ur einstöku sinnum. Ég drekk lítið kaffi en mikið brenni- vín. Konan aftur mikið og sterkt kaffi, en er stálhraust samt. Kjötið er gott, ég lóga æfinlega vænum kindum, sem eru ekki fóðraðar eingöngu á gerfiræktaðri töðu og korni. Ég hefi þá reglu að bera húsdýraáburð á hálft túnið ár- lega, svo það fái hinn dýrmæta skammt annað hvort ár. Líka kosta ég kapps um að koma húsdýráburði ofan í all- ar nýræktir, áður en í þær er sáð grasfræi, og gerðar að frambúðartúni. Nú er víst bezt að hætta þessu raupi Ég get auðvitað rökstutt þessa kenningu mina um ívöntun tilbúna áburð- arins mikið betur. Get tilfært mörg dæmi. Ég vil nú samt fyrst heyra hljóðið í þér gagnvart þessu. Ég hefi þjarkað um þetta.endalaust við búfræðingana. Þeir segja, að efna-

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.