Heilsuvernd - 01.04.1958, Blaðsíða 24

Heilsuvernd - 01.04.1958, Blaðsíða 24
16 HEILSUVERND rósberjaduft, en ekki minnzt á þann möguleika að taka inn tilbúin fjörefni. Og svo komið sé aftur að spurningunni, hvort réttir lifnaðarhættir séu trygging fyrir sjúkdómalausu lífi, verð- ur svar læknisfræðinnar þetta: Með bættum matarháttum ætti að mega komast langt í því að útrýma ýmsum hörgulsjúkdómum og stórbæta heilsufar almennings. Hreinlæti, bætt húsakynni, útivist, hæfilegar íþróttaiðkanir eiga ásamt mörgum öðrum ráð- stöfunum þátt í að auka viðnámsþrótt manna og forða þeim frá sjúkdómum, er stafa af sýklum og ýmsum öðrum sýkingaröflum. Hinsvegar verður eigi séð, að heilnæmir lifnaðarhættir skapi ónæmi gegn sýklasjúkdómum yfir- leitt. Og mikill fjöldi sjúkdóma á sér enn ókunnar orsakir, sem því er ekki hægt að útrýma. Hér vil ég bæta við nokkrum athugasemdum frá sjónar- hóli náttúrulækningastefnunnar. Margar niðurstöður og ályktanir læknavísindanna eru fengnar frá næringartilraunum á dýrum og mönnum. Til- raununum er oft hagað þannig. að fæðan er svipt eða í hana bætt einu efni; hún er t. d. gjörsneydd C-fjörefni en slíkt kemur aldrei fyrir í veruleikanum. Niðurstöður slíkra rannsókna hafa því takmarkaða þýðingu og geta verið beinlínis villandi. Sé tilraununum hinsvegar hagað á þann veg, að tilraunadýrunum er gefið fæði líkt því, sem fólk notar í mismunandi stéttum eða löndum, fást raun- hæfari niðurstöður varðandi sambandið milli heilsufars og viðurværis. Slíkar rannsóknir voru gerðar á fyrsta þriðjungi þessarar aldar austur í Indlandi. Framkvæmdi þær þekktur enskur læknir og vísindamaður, Sir Robert McCarrison, og er þeim að nokkru lýst í bók hans, „Mataræði og heilsufar", sem NLFÍ gaf út með leyfi höf- undar árið 1950. Hér er ekki tími til að lýsa þessum til- raunum, en niðurstöður þeirra voru í stuttu máli þær, að á náttúrlegu fæði, liku því, sem einhver heilbrigðasti þjóð- flökkur í heimi, Hunzamenn í Norður-Indlandi, lifir á, lifa

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.