Heilsuvernd - 01.04.1958, Blaðsíða 35
HEILSUVERND
27
rannsóknir á töðu t. d. sýni gerfiræktaða töðu eins góða.
Þetta má vel vera, en þau tæki ná bara ekki þeim líf-
efnum, sem um er að ræða. Þetta mætti sennilega sýna
og sanna með fóðurtilraununum á hvorri töðunni fyrir sig
eða öllu heldur báðum hlið við hlið, sem stæði í fleiri ár,
en það hefir mér vitanlega aldrei verið gert. Sleppum nú
þessu.
Ég var að hugsa um að skrifa Jónasi Kristjánssyni,
mínum gamla lækni og kunningja, en veit ekki vel hvar
hann er niður kominn. Ég bið þig að bera honum kæra
kveðju frá okkur, og ef til vill lofarðu honum að sjá þetta
blað.
Með beztu óskum.
Gísli Helgason.
Svar við bréfi
Herra Gísli Helgason, Skógargerði.
Kæri fornvin!
Úlfur kollega sýndi mér bréf þitt, mér til mikillar
ánægju. Það varð að samkomulagi að ég svaraði bréfi
þínu, og það geri ég hér með.
Innilega þökk fyrir bréfið, það gladdi mig að lesa svo
greinagott bréf. Þó ég fallist ekki að öllu leyti á allt, sem
þú segir í því, þá er ég þér sammála um margt, og þér
þakklátur fyrir skilning þinn á því máli, sem snertir oss
jarðarbúa mest allra mála, það er manneldið.
Það er eldgömul umsögn, að maðurinn er það sem hann
etur. Ef hann lifir á dauðri eða deyddri fæðu
bíður hann kvöl og kröm af hverskonar tegund og
lífið verður ömurlegt og kvillasamt. Ef þú hinsvegar
velur þér lifandi fæðu er þér búin velferð gegnum
lífið. Sjúkdómar eru engin tilviljun, þeir eru hrein afleið-