Fréttablaðið - 18.12.2021, Síða 68

Fréttablaðið - 18.12.2021, Síða 68
Ása Bríet Brattaberg er fata- hönnunarnemi sem starfar hjá Chanel-tískuhúsinu í París. Hún er þar í starfs- námi í gegnum Central Saint Martins hönnunarskólann í London. Hún segir sjálf- bærni og samvinnu lykilinn að framtíð tískubransans og leggur áherslu á að halda lífi í handverkshefðinni. Það var alltaf draumur að fara til Parísar í Mekka tískunnar, að vinna,“ segir Ása Bríet. „Skólinn minn er rosalega tengdur atvinnulífinu og bransanum. Tísku- húsin koma í skólann og velja nem- endur úr skólanum,“ segir hún. „Ég sótti um í gegnum kennarana mína, sem velja nemendur sem fá að senda ferilskrána sína áfram á tísku- húsin.“ Ása Bríet sótti þannig um hjá Chanel í júní, fékk vinnuna og var ráðin fram í mars á næsta ári. Bratt bjarg varð Brattaberg Ása Bríet er hálf-færeysk og segir skemmtilega frá tilurð ættarnafns- ins. Færeyski langafi hennar hafði vaknað einn daginn á sveitabænum og langað að fjölskyldan ætti ættar- nafn. „Svo hann leit út á haf og sá þar stórt bjarg sem var mjög bratt, et voilá! Brattaberg, slegið!“ Hún segir handverkshefðina ríka í fjölskyldunni. „Allar konurnar í lífi mínu; mamma, amma í sveit- inni, Kolla frænka, amma mín og langamma í Færeyjum, eru miklar handverkskonur,“ segir Ása Bríet. „Ég hef alltaf verið umkringd konum sem eru alltaf með eitt- hvað á prjónunum, ætli ég hafi ekki verið mjög heilluð frá unga aldri af því að það væri bara hægt að vinna með höndunum og búa til f lík sem maður getur klæðst,“ segir hún. Ástríðan glæddist snemma Áhuginn á fatahönnun byrjaði þannig snemma og strax í grunn- skóla var Ása Bríet farin að stefna á nám í Central Saint Martins. „Ég fór beint úr grunnskóla í Tækniskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi í kjólasaum 2016,“ og hún tekur fram að hún hafi viljað ljúka tæknilegra námi áður en hún fór í hönnunarnám. „Ég fór í Myndlistarskólann í Reykjavík og kláraði þaðan diplóma- nám í textíl,“ segir Ása Bríet. Næst tók hún árs pásu frá námi, en nýtti tímann vel. „Ég var með stúdíó niðri í bæ og vann í ferilmöppu fyrir Saint Martins, vann með listafólki og saumaði sérsaumaðar flíkur.“ Heldur lífi í handverkinu hjá Chanel í París Ása Bríet Brattaberg segir mikilvægt að unga fólkið í tískuiðnaðinum viðhaldi hand- verkshefðinni og óskar þess að fólk velti fyrir sér virði hverrar flíkur og beri meiri virðingu fyrir tímanum sem fer í að búa til föt. Mynd/Bethany Marks Fyrirsætan Eva Þóra sýnir kjólinn sem Ása Bríet hannaði í tengslum við verkefni fyrir Balenciaga- safnið á Spáni. Mynd/Viðar Logi Skyrtutaska unnin úr notuðum skyrtum, úr smiðju Ásu Bríetar. Mynd/aðsend Eins skapandi og hún vill Ása Bríet hlær, þegar blaðamaður biður hana að lýsa fyrsta vinnu- deginum hjá Chanel. „Ég var löngu búin að plana fötin sem ég ætlaði að vera í fyrsta daginn. Fyrstu vikuna þorði ég varla að snerta neitt þarna inni, en svo liðu mánuðirnir og ég kynntist fólkinu.“ Hún segir hafa tekið tíma að læra á allt kerfið. „Það er fyrst núna sem ég er komin heila hringrás í ferlinu. En það sem ég læri helst hérna er að sjá hvernig stórt tískuhús virkar,“ segir Ása Bríet. „Ég get verið eins skapandi og ég vil og svo er einhver annar sem þarf að sjá um að selja flíkina, markaðs- setja hana og sjá um reikningana,“ segir hún. Ekki að raða tölum allan daginn Ása Bríet segir að vinnustaðurinn sé gríðarlega stór, en þrátt fyrir það nái hennar vinna til f lestra þátta í sköpunarferlinu. „Það fer eftir því hvar við erum í season,“ segir hún. „Í byrjun tek ég þátt í rannsóknarvinnu og bý til moodboards, svo förum við að gera efnisprufur og það er mest skapandi hlutinn. Að sauma út og lita og búa til efnin,“ segir Ása Bríet. „Eftir það förum við að kynna línuna fyrir öðrum deildum innan hússins og það er mjög skemmtilegt. Hjá Chanel er mikil hefð fyrir textíl. Þó að f líkurnar séu kannski ein- faldar í sniðum er textíllinn rosa- lega vandaður. Það er mjög mikil hugsun á bak við öll efnin.“ Ása Bríet segist einnig koma að samskiptum við framleiðendur efnanna. „Ég er ótrúlega ánægð og hissa á hvað ég fæ að vera mikið inni í allri starfseminni. Ég er ekki að raða tölum allan daginn, sem var alveg eitthvað sem ég óttaðist þarna í upphafi. Maður hefur alveg heyrt hryllingssögur frá öðrum í brans- anum,“ segir hún. Áherslan á sjálfbærni Tískubransinn og textíliðnaðurinn hefur á síðustu árum sætt gagnrýni og verið kallaður til ábyrgðar varð- andi umhverfismál. Hún svarar því til að gríðarlega mikið sé lagt upp úr sjálfbærni í náminu. „Ég er mikið að vinna með endur- nýtingu. Í verkefni sem ég vann fyrir Christóbal Balenciaga-safnið á Spáni bjó ég til f lík úr tveimur brúðarkjólum og notaði svokallaða zero waste-vefnaðartækni. Engu er þar hent,“ segir hún. Ása Bríet bætir við að afi hennar og amma séu sauðfjárbændur og hún hafi nýtt það tækifæri og sótt efniviðinn sem henni stóð næstur. „Ég er með fleiri kíló af ull sem ég mun kemba og spinna fyrir loka- línuna mína. Ef maður er ekki að hugsa um þessa hluti, þá er maður ekki í tísku,“ segir hún. „En þó að mikil áhersla sé lögð á sjálf bærni í skólanum er það mis- mikið hvað hver og einn ætlar sér að taka mikla ábyrgð.“ Ása Bríet segir skilaboðin sem hún vilji helst senda með sinni hönnun snúa að sjálf bærni. „Ég brenn mest fyrir sjálf bærni. Að finna nýjar leiðir til að gera eitthvað nýtt úr því gamla. Og að velja betri f líkur og virða handverkið.“ Ása Bríet segist óska þess að fólk beri meiri virðingu fyrir tímanum sem fer í að búa til föt, og velti fyrir sér raunverulegu virði hverrar flíkur. Ása Bríet segir svokallað meta- verse mikið til umræðu í tískuheim- inum núna. „Að fólk fari að klæðast fötum stafrænt, í gegnum filtera. Þannig verði fötin í framtíðinni,“ segir hún. Tengingin við handverkið „Síðasta lína Chanel hét Métier d’Art, og kom á markað núna 7. desember.“ Þar kom handverkslistafólk saman og sýndi vinnu sína og mátti þar finna útsaum, vefnað, hattagerð, skó- smíði og hanskagerð. Ása Bríet segir gesti hafa fengið lítinn túr um stúdíóin, sem miðaði að því að kynna fyrir gestum vinnu- ferlið að baki handsaumuðum flík- um. „Þar var verið að sýna að þó að við séum kannski að fara í eitthvert meta-verse næstu árin, þá megum við ekki missa tenginguna við hand- verkið. Það fylgir því sérstök tilfinn- ing,“ segir hún. Ása Bríet bætir við að mikilvægt sé að unga kynslóðin viðhaldi hand- verkshefðinni. „Ég fékk að fara í gegnum sýning- una og ég tók eftir því að þetta var allt eldra fólk sem var að vinna þarna og mjög fáir á mínum aldri. En það er svo mikilvægt að yngri kynslóðir haldi þessu á lífi,“ segir hún. n Nína Richter ninarichter @frettabladid.is Ég brenn mest fyrir sjálfbærni. Að finna nýjar leiðir til að gera nýtt úr því gamla. nánar á frettabladid.is 40 Helgin 18. desember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.