Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 18
4. Skratti er Melsteð fúllyndur
Um Melsteð þennan veit ég ekki neitt annað en það, að hann
bjó í torfbæ nyrst á eyrinni, norðan Borðeyrar. Gaflar bæjarins
stóðu lengi eftir að bærinn fór í eyði. I skjóli þeirra var lengi kál-
garður. Ekki veit ég heldur hvert Melsteð flutti þegar hann hvarf
frá Meleyri og er hann úr sögunni.
5. Pétur gengur puntaður
Pétur Jónsson bjó á Borðeyrarbæ. Jafnframt búskapnum var
hann framkvæmdastjóri eða deildarstjóri, eins og hann var kallað-
ur, við Verzlunarfélag Hrútfirðinga. Pétur var fremur lítill maður
vexti, snar í snúningum og gekk alltaf vel til fara. Þess vegna hefur
Jósep sagt um hann, að hann gengi puntaður. Hann var dálítið
stríðinn og aldrei sérlega vinsæll af viðskiptavinum Verzlunarfé-
lagsins. En samvizkusamur var hann gagnvart því fyrirtæki sem
hann annaðist um. Hann dó á bezta aldri úr berklum.
6. Palli baðar sauðkindur
Páll Theódórsson var bróðir Skúla faktors. Hann mun hafa ver-
ið lausamaður á Borðeyri um það leyti sem bragurinn var orktur.
Þegar kláðaböðunin fór fram 1906 var hann baðstjóri. Hann var
góður vefari og kenndi mér að vefa laust eftir 1920. Þegar hann
fór frá okkur á leið til Borðeyrar komst hann í fyrsta áfanga ekki
lengra en að Bæ. Þá var þar ráðskona hjá Jóni Dungal frænka
hans, Sigríður Bjarnadóttir frá Alftanesi á Mýrum. Það báru menn
í munni sér, að þeim Páli og Sigríði hefði litist vel hvoru á annað.
Seinna, þegar Sigríður kom til Borðeyrar, kom sami kvittur upp
þar. Þá var þessi vísa kveðin og flaug um sveitina:
Ur þrennum vötnum þvær hann sér,
þegar hún Sigga komin er.
Greiðir hár og granaskegg,
glaður stigur hann svo á legg.
En þetta ljós slokknaði þó von bráðar. Sigríður giftist aldrei og
lifði langa ævi í heilögum piparmeydómi. Og Páll giftist ekki fyrr
16