Strandapósturinn - 01.06.1985, Blaðsíða 20
ar E. Sverrissonar sýslumanns. Frá Bæ að Kjörseyri eru aðeins
tvær bæjarleiðir. Finnur var glaðsinna, kunni sagnir af mönnum
og málefnum og hafði sérstakt lag á því að finna einhverja kyn-
lega hlið á hverju því er hann sagði frá, eins og rit hans bera vott
um, sem fyrir löngu eru landskunn. A fyrri hluta ævinnar var
hann talinn talsvert vínhneigður en gerðist bindindismaður hin
síðari árin. Sannaðist því það sem um hann var kveðið: Finnur oft
er ófullur. Vorið 1916 fluttist Finnur að Bæ með Helgu dóttur sinni
og tengadasyni, Guðmundi G. Bárðarsyni. Voru þau hjón þar síð-
an til dauðadags.
Eg kynntist Finni talsvert eftir að hann kom að Bæ. Þar var þá
geymt Bókasafn Strandamanna í umsjá Guðmundar tengdasonar
hans. I því voru þá eingöngu skandinaviskar bækur. Finnur var
raunar umsjónarmaður þessara bóka og sá um útlán. Einu sinni,
þegar ég var að snuðra í bókunum, segir hann við mig: „Þig vant-
ar orðabók. Eg skal lána þér Konráð." Svo lánaði hann mér Kon-
ráð. Hafði ég hana í nokkur ár og hafði af mikil not. En allt til
endadægurs var Finnur hrókur alls fagnaðar og það var unun að
heyra hann segja frá.
10. Ekki er Blöndal þvílíkur
Agúst Blöndal bjó á Hlaðhamri og var um skeið hreppstjóri í
Bæjarhreppi. Hann mun hafa komið í sveitina austan úr Húna-
vatnssýslu öðruhvoru megin við aldamótin. Ég man allvel eftir
honum, einkum þegar hann gisti heima ásamt Marinó sýslu-
manni, og ég hef sagt frá á öðrum stað, og síðar þegar hann kom
að taka manntalið 1910. Ágúst skrifaði afburða fallega rithönd og
var, að því er ég hef heyrt, hið mesta eljumenni. En brennivínið
lék hann grátt. Hann var langtímum saman norður á Óspakseyri
hjá Marinó sýslumanni við skriftir og var þá jafnan drukkið mikið.
Þegar Ari Arnalds varð bæjarfógeti á Seyðisfirði réði hann Ágúst
til sín sem skrifara. Hætti hann þá víndrykkju og varð hinn nýtasti
maður.
11. Benóní er búhöldur
Benóní Jónasson bjó í Laxárdal. Hann var hæglátur maður og í
raun og veru búhöldur góður, oddviti í sinni sveit og leituðu
18