Strandapósturinn - 01.06.1985, Síða 25
ferði hvolpsins kom í ljós í fyllingu tímans var Bismark breytt í
Byssu.
Þorsteinn var kvæntur Helgu systur Stefáns í Hvítadal. Að þeim
hjónum látnum, en þau fóru bæði í sömu gröf, orkti Stefán um
þau langt og kjarnyrt minningarljóð sem hann nefndi Fornar
dyggðir.
19. Matthías er mjóleitur
Matthías Arngrímsson var ekki mjóleitur, þvert á móti mjög
breiðleitur, vel meðalmaður á vöxt og góður verkmaður. Hann
talaði hægt og byrjaði öll sín svör á: „Ja, eins og þeir gera nú í út-
varpinu." Matthías var af dönskum ættum, móðir hans Matthildur
var dóttir Matthíasar Richters kaupmanns í Stykkishólmi.
Matthías var vinnumaður hjá sýslumanninum sáluga í Bæ, enda
nefndi hann aldrei þann mann annað en sýslumanninn sáluga.
Eftir að Guðmundur Bárðarson tók þar við reisti Matthías nokk-
urskonar félgsbú með honum. í raun var hann í senn bóndi og
vinnumaður Guðmundar. Vissi raunar enginn hvernig þeirra
viðskiptum var háttað. Samkvæmt ráði Guðmundar fékk Matthías
eignarjörð hans, Jónssel, til ábúðar, en eftirgjaldið var fólgið í því
að annast og sjá fyrir Ingibjörgu ráðskonu Guðmundar. En ein-
hvern veginn eignaðist þó Matthías Jónsselið að Ingibjörgu lát-
inni.
Matthías lifði lengst allra þeirra sem nefndir eru í bragnum.
Hann bjó í Jónsseli til dauðadags. Kona hans Ingiríður dó 1944 en
Matthías lifði til 1963 og var þá hátt á níræðisaldri. Eftir að kona
hans dó annaðist Jóhann sonur hans um búið, jafnt utanstokks
sem innan, og dvaldi í Jónsseli löngum eftir að faðir hans dó, þótt
ekki ræki hann búskap.
20. Magurt fé á Brynjólfur
Þetta er öfugmæli. Brynjólfur Sæmundsson í Bakkaseli fóðraði
fé sitt flestum öðrum betur. Hann vildi helzt ekki slá annað en ný-
slægju og fóðraði því að mestu leyti á sinulausum heyjum. Hann
var að minnsta kosti tveggja manna maki við slátt og raunar
hamhleypa til allrar vinnu. Hann bjó í sambýli við Lýð bróður
23