Strandapósturinn - 01.06.1985, Síða 28
ævi sinnar var hann heilsuveill, veiktist af tæringu og varð hún
hans bani að nokkrum árum liðnum.
Búi minnti mig alltaf á myndir af Friðriki konungi áttunda, bros
þeirra var nákvæmlega eins. Eg þekkti Búa vel, var hjá honum
stundum á sumrum eftir að hann missti heilsuna og féll hann vel í
geð. Son sinn, Georg, misstu þau Lidu Hvalsárhjón í spönsku veik-
inni 1918. Hann var stúdent og nýkominn til Hafnarháskóla. Einka-
dóttur sína Sigríði misstu þau úr barnaveiki á fermingaraldri. Þrír
synir þeirra komust til fullorðinsára.
24. Boginn skælir Guðmundur
Ekki man ég hvers son Guðmundur á Stóru-Hvalsá var. Það
heyrði ég þó, að hann væri hálfbróðir Bjarna á Reykhólum. Nokk-
uð er það, að þegar Prestsbakkaprestakall losnaði 1901 þá sótti
Böðvar sonur Bjarna um ásamt séra Eiríki. Hann kom að Stóru-
Hvalsá þeirra erinda að fá Guðmund frænda sinn til þess að
„agitera“ fyrir sig. En sú „agitasjon“ bar lítinn árangur, því fáir-
vildu hlýða á meðmæli Guðmundar gamla. Böðvar þessi varð síð-
ar prestur á Rafnseyri.
Guðmundur hafði einkennilega rödd og því líkast sem hann
væri með grátstaf í kverkum, mun vera að því vikið í vísunni. Hins
vegar var hann ekki boginn heldur teinréttur fram á efstu ár og
með hæstu mönnum. Eitthvað var það þó í fari hans sem olli því,
að hann var tíðum hafður að skotspæni af sveitungum sínum,
einkum þó eins og fleiri, af búðsetuliðinu á Borðeyri. Guðmundur
hóf venjulega ræðu sína með því að segja: „A, lagsmaður,“ og gilti
þá einu hvort hann ræddi við karl eða konu. Hann var kvæntur
Guðbjörgu systur Þorsteins í Hrafnadal og virti hann hana mikils.
Væri hann beðinn bónar var svarið alltaf hið sama: „A, lagsmað-
ur, ég verð nú að tala við konuna fyrst.“ Tilsvör Guðmundar hittu
oft vel í mark. Einu sinni hafði hann kaupamann af Suðurlandi.
Þegar sá skyldi binda hey spurði hann Guðmund hvaða stúlka ætti
að vera með sér í bandinu. Guðmundur svaraði: „A, lagsmaður.
Þér er skömm að stærðinni ef þú getur ekki bundið einsamall.“
Mörg tilsvör Guðmundar hafa lifað á vörum fólks. Skulu hér
tvö tilfærð, auk þess sem áður er getið:
26