Strandapósturinn - 01.06.1985, Síða 29
Einhverju sinni hafði Guðmundur veitt hákarl og upp úr maga
skepnunnar kom steinbítur, hálfmeltur. Lét Guðmundur sjóða
steinbítinn og át með góðri lyst, en annað heimafoilk hans vildi
ekki neyta þessarar fæðu. Einhver sagði þá við Guðmund: „Bauð
þér ekki við að éta steinbítinn hálfrotnaðan?“ Guðmundur svar-
aði: „A, lagsmaður, nú er minn magi saddur af góðri fæðu.“
Svo bar til einu sinni sem oftar að Guðmundur lá við frammi á
Hvalsárdal með fólki sínu. Þá gerðist það eitt kvöld, að gerði svo
mikla rigningu að vatn rann í tjaldið og fólkið flýði heim um nótt-
ina, nema Guðmundur sem lét sér ekki bregða en hélt kyrru fyrir.
Nokkru síðar var hann svo spurður að því, hvernig honum hefði
liðið í tjaldinu þessa miklu rigningarnótt. Guðmundur svaraði: „A,
lagsmaður. Það var alveg eins og ég hefði verið í rúminu hjá kon-
unni.“
25. Ragúel er ráðgóður
Ragúel Ólafsson bjó í Guðlaugsvík. Hann kom þangað vestan
frá Djúpi og talaði hreina vestfirzku. Hann var ekkjumaður með
tvö börn þegar hann kom þaðan og bjó eftir það með ráðskonum
alla tíð. Ragúel varð gott til kvenna, vildu fleiri en fengu gerast
ráðskonur hans og ganga í eina sæng með honum. Varð af slíku
þrasi stundum töluvert stímabrak og leiðindi. Ein slík, sem varð að
víkja fyrir elju sinni, hrökklaðist til Ameríku. Áður tók hún þó það
loforð af Ragúel, að hann kvæntist ekki. Efndi hann það en bjó
með þeirri, sem hafði þokað Ameríkufaranum til hliðar, til dauða-
dags.
Ragúel var mikill fjáraflamaður, hafði stórt bú og græddist fé,
enda vinnuafl ódýrt á þeim árum. Á síðari árum reyndist hann
snauðum nábúum sínum sem nokkurs konar banki og greiddi fyr-
ir þá matarskuldir hjá kaupmanninum á Borðeyri. Ragúel var fríð-
ur maður og með nef svo lítið að ég hefi ekki annað nef séð
minna á fullorðnum karlmanni.
26. Reynist Andrés djúpvitur
Andrés Magnússon bjó að Kolbeinsá móti Ólafi Björnssyni um
tíma, en síðar fluttist hann að Þrúðardal í Kollafirði. Eg þekkti
27