Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 31
Enga sokka á ég hér
í að smokka fótum,
hringadokkan hýrleg mér
heitir þokkabótum.
Um Guðmund dúllara kvað hann:
Islands veltur yfirfrón
eins og snotur rúlla
Guðmundur með sönguasón
sitt einkenni að dúlla.
Eftir að sonur hans hafði tekið við búinu og hann sjálfur háaldr-
aður orkti hann:
Þegar anda leggst ég lík
lýðir munu ei gráta,
en skratti er það að Skálholtsvík
skaut mun niður láta.
Jón var hagur vel, smíðaði hjólbörur fyrstur manna í sinni sveit
og seldi víða. Kostuðu hverjar börur eina á og þótti sumum mikið.
Ef til vill hefur Jósep á Melum keypt einar og talið sig hlunnfarinn
í þeim viðskiptum.
29. Guðjón í Seli er gesthollur
Guðjón Ólafsson bjó lengst af í Heydalsseli, eða Heydal, eins og
það var líka oft nefnt. Síðar fluttist hann að Miðhúsum til 1938.
Eftir það var hann hjá sonum sínum, fyrst þar en síðar í Bæ, eftir
að þeir fluttust þangað 1941. Guðjón var ættaður af Snæfellsnesi en
kona hans, Ingibjörg Sæmundsdóttir, var af Tröllatunguætt. Þau
eignuðust níu börn sem öll komust upp og til manna. En alltaf
voru þau fátæk en blessaðist þó búskapur vel sökum nýtni og
sparsemi. Vafalaust er það rétt sem segir um Guðjón í vísunni, að
hann hafi verið gesthollur, það er að segja gestrisinn, enda hefur
29