Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 38
I
Jóhann Hjaltason:
Bændaríma
Kveðin árið 1809 af Eyjólfi ísakssyni.
/.
Um höfundinn
Eyjólfur var ekki Strandamaður að uppruna, fæddur 1787 á
Kveingrjóti í Saurbæ í Dalasýslu. En hefur líklega um og innan við
tvítugsaldur verið útróðrarmaður á Norður-Ströndum (Gjögri?) og
þá þegar ef til vill kynnst konu sinni Helgu Jónsdóttur frá Reykja-
nesi í Víkursveit (Árneshreppi). Hátt á fertugsaldri (1825) er hann
orðinn bóndi á Gilsstöðum í Selárdal við Steingrímsfjörð og á þar
síðan heimili til dánardægurs 29. febrúar 1868. Um aðra dvalar-
staði hans í Staðarsveit veit ég ekki, en þeir hafa þó trúlega verið
ýmsir bæði í hús- og vinnumennsku á meðan hann var ungur að
árum, það sýnir kunnugleiki hans á býlunr og búaliði sveitarinnar
árið 1809.
Bærinn Kveingrjót, er alþýða manna hefur nefnt svo, hét að
fornu Kverngrjót. í grennd við bæinn er nokkuð af ferköntuðu grá-
grýti, sem höggvið var í kvarnarsteina, einn örfárra staða þar um
lendur.
í Manntalinu 1703, er bærinn nefhdur Kvenngrjót, en tveimur
árum síðar Kveingrjót, í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vída-
líns. Bersýnilegt er, að hljóðbreyting hefur orðið í aldanna rás,
trúlega vegna þess, að hið forna nafn hefur þótt stirt í munni. —
Nöfnin hafa ýmist verið notuð jöfnum höndum, ellegar einungis
það fyrrnefnda. Má því telja upprunalega nafnið meira bókmál.
Til gamans skal þess getið, að oft var talað um malkvarnir, af
sögninni að mala, en ekki möl-, sem eðlilegast hefði verið.
Eyjólfur er gott en ekki einstakt dæmi um greinda unglinga
36