Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 39
bæði fyrr og síðar, sem stútfullir af lyrik en minni lærdómi og mis-
jafnri getu reyna að tjá sig í samræmi við „stuðlanna jtrískiptu
grein“, þótt kerlögur Bölverks væri ekki ávallt reiddur í sterklegum
hornum og því síður um að ræða „ginnandi kynngi í goðjaðars
veiginni dökkri“ eða „galdur og kveðandi djúpt inn í heiðninnar
rökkri“.
Eyjólfur er aðeins liðlega tvítugur þegar hann setur saman eftir-
farandi bændarímu yftr Staðarsveit (Hrófbergshrepp hinn forna),
hverrar verðleikar liggja einkum í háum aldri hennar, sem nú er
langt til orðinn 200 ár. Ennffemur ber hún nokkurn vott um
bókakost höfundar, miðaldarímur og riddarasögur í afskriftum, að
öllum líkindum og ógleymdu lífakkeri allra vísnasmiða, sjálffi
Snorra-Eddu, sem um var kveðið:
Edda prýöir allir lýÖir segja,
en hana að brúka of mjög er
eins og tómt aö éta smér.
Ríman er hér rituð eftir gömlu torlesnu og viðvaningslega skrif-
uðu affiti. Sýnilega eitthvað afbakað, auk augljósra upphaflegra
smíðagalla höfundarins. Þótt reynt hafi verið að bæta úr mestu
vanköntum affitsins er ósýnt að tekist hafi allsstaðar.
Um æviatriði Eyjólfs, sem varð þjóðsagnapersóna í lifenda lífi
og eftir dauða sinn, skal að öðru leyti bent á hið gagnmerka rit
séra Jóns Guðnasonar: Strandamenn og einnig frásöguþáttinn
Vorhret í bókinni: FráDjúpi ogStröndum 2. útg. f963.
II.
Mansöngur
1. Mcetti ég bjóöa mærðarsón,
mætu lýðamengi.
Venda skyldi eg val um frón,
væna aö hitta drengi.
37
L