Strandapósturinn - 01.06.1985, Síða 49
löngu fyrir kristni, og hefur trú á helgar lindir verið útbreidd á
Norðurlöndum á víkingaöld. Engar traustar heimildir greina frá
helgum lindum á íslandi í heiðni, en örnefnið Blótkelda er alltítt
og Landnáma hermir, að Þorsteinn rauðnefur Hrólfsson hafi blót-
að foss, en hann bjó í Rangárvallasýslu (Isl. fornr., I. 2. bls. 358).
Erlendis virðist hafa verið algengt, að trúboðar og helgir menn
blessuðu og vígðu hinar helgu lindir heiðinna manna, sem urðu
þá heilagar í augum kristinna manna margar hverjar. Hinir fornu
dýrkunarsiðir heiðingjanna hurfu þó ekki að fullu, heldur blönd-
uðust kristnum siðum. P.W. Joyce getur þess í riti sínu A Social
History of Ancient Ireland, að hundruð helgilinda heiðinna
manna hafi verið vígðar á írlandi, og nefnir dæmi um þetta (I. bls.
366 — 371). Eðlilegt virðist, að sami háttur hafi verið á hafður á
Norðurlöndum. Því kynni a.m.k. hluti þeirra linda í Noregi, sem
sagnir um Ólaf helga tengjast (og þær eru margar), að hafa verið
vígðar af honum eða að hans frumkvæði. (Kristofer Visted og
Hilmar Stigum: Vár gamle bondekultur, II. bls. 321—322). Fleiri
gætu þó hafa átt hér hlut að máli, enda er líklegt, að hinum þekkt-
asta þeirra, sem lindir vígðu, hafi verið eignaðar fleiri vígslur en
hann átti þátt í. Minningin um vígslurnar hefur oft verið í
munnlegri geymd, og þetta er eðli hennar. Guðmundur Arason
er íslenzk hliðstæða Ólafs helga hvað vígslur snertir. Hann getur
því hafa gert átak í að eyða náttúrudýrkun af því tagi, sem felst í
dýrkun linda og fjalla og af sömu ástæðu og Jón helgi Ögmunds-
son útrýmdi hinum fornu daganöfnum. Guðmundi kynnu að vera
eignaðar fleiri vígslur en hann framkvæmdi, enda er vitað, að
fleiri menn höfðu þær um hönd, t.d. Bjarnharður hinn saxlenzki,
trúboðsbiskup, sem starfaði hér á landi á árunum 1048 — 1067 og
sat á Giljá og Steinsstöðum í Húnavatnssýslu (Bisk. Bmf., I. bls. 65).
Guðmundi góða er eignuð vígsla ýmissa bjarga, enda voru þau
(og eru) talin bústaður náttúruvætta. Sama máli gegnir um fjall-
vegi. Dr. Ólafur Lárusson nefnir af slíkum stöðum Gufudalsháls
og Látraheiði í Barðastrandarsýslu, Látrabjarg í Barðastrandar-
sýslu (annað er á Látraströnd), Hornbjarg og Hælavíkurbjarg,
Drangey, Staðarskarð milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar og
47