Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 50
bjargið í Elliðaey auk Kýrhamars. Margir þessara staða eru með
þeim hætti, að þá hlutu þeir menn að telja bústaði voldugra nátt-
úruvætta, sem trúðu á slík fyrirbæri á annað borð.
Gvendarbrunnar við Elliðavatn, vatnsból Reykvíkinga, munu
kunnastir Gvendarbrunna. Skyldu þeir hafa verið helgistaður
þeirra manna, sem sóttu þingið við Elliðavatn í heiðni, og verið
vígðir af Bjarnharði eða Guðmundi góða?
Venja var að hlaða smávörðu við Gvendaraltari á Gufudalshálsi
og Gvendarbrunn á Látraheiði. Þetta mun hafa verið fórn í önd-
verðu og upprunnin í heiðni, en siðurinn hefur haldizt, þótt stað-
irnir væru vígðir. Sambandið milli Gvendarörnefna og vörðugerð-
ar af þessu tagi er annars ókannað.
Ótalið er þó enn mesta afrek Guðmundar biskups á þessu sviði
í Strandasýslu, sigur hans á Selkollu. Rétt þykir að rekja atburðarás
þeirrar sögu í aðalatriðum, þó að hún muni enn allkunn, áður en
hafizt verður handa um að reyna að skýra söguna. Sagan af Sel-
kollu er birt í miðsögunni af Guðmundi biskupi (Bisk. Bmf., I. bls.
604 — 608).
Meybarn fæddist að Eyjum í Kaldrananeshreppi. Tveir menn,
karl og kona, voru fengnir til að flytja barnið til skírnar að Stað í
Steingrímsfirði enda var þá ekki kirkja í Kaldrananesi. Þau lögðust
niður, er til Miklasteins kom, konan leysti af sér barnið, og karl-
maðurinn lagðist með henni. Ekki höfðu þau barnið hjá sér með-
an á þessari iðju stóð, en hurfu til þess aftur eftir nokkra stund og
sýndist þá barnið dautt og illilegt. Skildu þau þá barnið eftir og
héldu sína leið, en snéru við, er þau heyrðu barnsgrát, og sýndist
þá barnið enn illilegra en fyrr. Hurfu þau þá heim og greindu ffá
viðburðum. Fóru menn þá að leita barnsins, en fundu það ekki.
Skömmu síðar sást þar kona, sem þótti heldur ófrýnileg, enda virt-
ist hún stundum vera með selshöfuð. Kona þessi sást um daga
sem nætur, og taka Selkollukleifar nafn af henni, enda var konan
nefnd Selkolla. Þóttust menn skifja, að illur andi hefði hlaupið í búk
barnsins. Dálkur smiður Þórisson bjó þá að Hafnarhólmi, en þar
virðist einnig hafa búið Þorgils smiður Dálksson og Vigdís, kona
hans. Dálkur bóndi gerði einhverju sinni að skipi sínu í nausti og
var einn við það starf. Þá sýndist honum kona sín ganga í naustið
48