Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 51
og brá á blíðmæli við hana og lagðist þar með henni. Hann upp-
götvaði þó, að þeim viðskiptum loknum, að þetta var ekki kona
hans heldur óhreinn andi, Selkolla. Dálkur leitaði þá til bæjar, en
Selkolla vildi ekki yfirgefa hann. Komst Dálkur þó heim, en var þá
úr allri mannlegri náttúru og lagðist í rekkju. Gæta varð Dálks dag
sem nótt fyrir Selkollu, en hún færðist nú öll í aukana. Þorðu
menn ekki að fara nauðsynja sinna, þó að hraustir væru, enda
skaut Selkollu upp úr jörðu innanhúss sem utan. Engir þorðu að
koma nærri Dálki vegna aðsóknar Selkollu. Þorgils nokkur dani lá
þó hjá honum um nætur, en Selkolla réðist nótt eina á Þorgils og
sprengdi úr honum bæði augun. (Sérkennileg hliðstæða við sögur
af Jóni godda, Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar, V. bls. 286 — 289
(Rvík 1984)). Þóttu þá vandræðin tekin að aukast.
Víkur þá sögunni að Guðmundi biskupi Arasyni, sem var stadd-
ur að Kálfanesi og Kirkjubóli í Tungusveit. Guðmundur fór til
Hafnarhólms fyrir bænarstað manna. Þar var aðkoma ill sökum
aumleika fólks og ódauns í húsum, sút og grátur á fólki og allir
nema biskup mjög hræddir. Biskup signdi Dálk og Þorgils, en gekk
síðan til hvílu og ædaði að fara af klæðum. Þjónustumaður varð
höndum seinni að taka hosu af biskupi, en þá hljóp til kona ein að
því er virtist og kippti af honum hosunni. Biskup sá, að þar var Sel-
kolla komin, þreif af henni hosunni. Biskup sá, að þar var Sel-
bað hana fara niður, sem hún gerði. Um nóttina hafði biskup
heimamenn alla í stofu hjá sér og var lengst af á bæn. Næsta dag
lét hann gera sex krossa og flytja til Gautshamars, en þar var bæn-
hús. Er biskup og fylgdarlið hans kom að læk, sem rennur á milli
bæjanna, kom Selkolla upp og ædaði að glettast við fylgdarmenn-
ina, en að þessu sinni sáu hana þeir einir, sem ófreskir voru. Hún
duldist þó ekki biskupi, sem gerði krossmark á móti henni og
mælti: „Far þú, óhreinn andi, niður, og kom aldrei upp í Vestfirð-
ingafjórðungi, og gjör engum hér mein síðan, og lát mig eigi
þurfa að færa þig niður í þriðja sinn í guðs nafni.“ Biskup vígði
krossana og lét reisa íjóra þeirra umhverfis Hafnarhólm (til höfuð-
átta að því er virðist) og einn í stofunni, þar sem hann hafði fært
Selkollu niður hið fyrra sinn. Einn krossinn var mun stærri en hin-
ir. Hann lét biskup reisa, þar sem Selkolla fór niður í síðara skipt-
49