Strandapósturinn - 01.06.1985, Síða 52
ið, og mælti fyrir um, að hann yrði látinn standa meðan nokkurt
tré væri heilt og menn skyldu dýrka hann með lýsingu og bæna-
haldi. Tekið er fram, að menn sæktu til þessa kross sem helgra
staða og brenndu ljós fyrir honum, úti sem inni í kirkju, þó að
hregg væri úti. Biskup bauð, að Dálkur skyldi fluttur til Staðar, og
kvað hann mundu lifa í fáa daga, og fór það eftir. Þorgils dani lifði
lengi eftir þetta.
Teitur nokkur sigldi yfir Húnaflóa til Miðfjarðar eftir lát Dálks.
Skipshöfninni þótti skipið fara í sjó sem drekkhlaðið væri, og var
þó enginn farmur um borð. Þá lituðust þeir um og sáu hrosshnútu
eina gráa og Ijóta, sem þeim bauð ógn af og vildu varpa fyrir
borð, en ekki var ráðrúm til þess vegna hvassviðris. Skipið bar
skjótt yfir ffóann. Lent var í Hvammsnaustum, og kastaði Teitur
þá hnútunni fyrir borð. Sá þá einn skipverja, að Selkolla gekk þar
á land, sem hnútan kom niður. Þökkuðu menn þá guði. Guð-
mundur biskup hafði beðið skipverja að fara varlega áður en þeir
lögðu af stað og blessað þá.
Önnur Selkolla glettist við menn við Hamarsbæli á öndverðri
f9. öld (Vestfirzkar sagnir, II. bls. 88 — 94), en ekki var hún jafnað-
gangshörð hinni fyrri og er bersýnilega afturganga. Dr. Ólafur
Lárusson getur Selkollufoss í Miðhlíðará á Barðaströnd og telur
líklegt, að hann sé kenndur við einhverja óvætti, þótt allar sagnir
um það atriði séu fallnar í gleymsku. Höfundi þessarar ritsmíðar
hefur ekki tekizt að draga fleiri Selkollur fram í dagsljósið.
Hver var Selkolla sú, er skipti við Guðmund biskup? Djöflafræði
(daemonologia) var virt fræðigrein á síðmiðöldum og fram á 18.
öld öndverða. Þar er m.a. fjallað um illa anda, sem leituðu eftir
mökum við mannlegar verur, álægjur (incubus) við konur og und-
irlægjur (subcubus) við karla. Sumar heimildir telja jafnvel, að þess-
ar verur hafi getað þjónað báðum hlutverkum, en auðvitað ekki í
sama skipti, en það er önnur saga. Tvær sögur úr Bæjarhreppi,
Bakkadraugurinn og Feykishóladraugurinn, báðar prentaðar í
safni Jóns Árnasonar (I. bls. 274 — 277), bera nokkur einkenni
sagna um álægjur, en í báðum eru menn þó svo raunsæir að eigna
frumkvæðið draugum en ekki illum öndum. Vera kann þó, að sög-
urnar hafi áður haft aðra mynd. Reyndar er hér um sömu söguna
50