Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 60
vörðuheiði yfir sumarið. Þetta féll allt niður með sauðljárveiki
varnareirðineunum, sem settar voru upp á árunum milli
1938—1940.
Ekki er hægt að komast til næstu bæja, nema fara yfir vatnsföll.
Að Gilhaga var farið yfir Miklagil. Yfir Hrútafjarðará ef farið var
yfir að Óspaksstöðum og yfir Ormsá, ef fara átti út að Melum.
Seinna komu brýr á þessar ár.
Sauðfjárveikivarnargirðing er frá Miklagilskvísl og norður í
Ormsá við Kjóafell, norður með íjöllum og vestur í Dali.
Laxveiði í Hrútafjarðará eru hlunnindi sem fylgja jörðinni,
einnig lítilsháttar í Miklagili, en lax gengur mjög stutt upp eftir
því. Grænumýrartunga á veiði á móti Óspaksstöðum.
1935 var stofnað veiðifélag og áin leigð útlendingum, aðallega
Englendingum. Meðal þeirra voru Sailsbury og R. N. Stewart er
voru lengst og voru sem hverjir aðrir sumargestir og vinir.
A stríðsárunum voru Islendingar með veiði í Hrútafjarðará og
þá úr Reykjavík. Eftir stríðið kom R. N. Stewart, aftur, aufúsugest-
ur, veiddi lítið, en var þess meiri náttúruunnandi. Hann skrifaði
bók um uppvöxt laxa, „Laxabörnin“, í léttum dúr, ákaflega auð-
skiljanleg. R. N. Stewart var mjög athugull maður um hátterni
fiska.
Grænumýrartunga liggur innst í dalnum, sem er meðfram
Hrútafjarðará og inn af Hrútafirði. Mun nafnið dregið af valllend-
iskenndum þúfnamóa milli tveggja dýjasytra, sem svo komu sam-
an nokkru neðar, út og niður af bænum.
Grænumýrartunga varð býli í Melalandi árið 1853, en árið 1924
keypti Gunnar Þórðarson jörðina.
Landamerki hennar eru þessi samkvæmt því sem Gunnar
skráði eftir minni árið 1971:
Að austan ræður Hrútafjarðará, að sunnan og suðaustan Mikla-
gil og Miklagilskvísl upp að Tröllakirkju. Að vestan takmarkast
landið af sýslumörkum milli Strandasýslu og Dalasýslu, en að
norðan ræður mörkum bein lína af Klambrafelli norðanverðu á
Kjóafell, þaðan í Svínadalsá, þar sem hún fellur fyrir endann á
svonefndum Svínadalshrygg. Þaðan niður Svínadalsá og síðan
Ormsá, þar til Heylækur fellur í hana. Frá Heylæk ræður bein lína
58