Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 64

Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 64
fengin í hann reynitré, gulvíðir og ramfang, bláhjálmur og burni- rót, ásamt mörgu fleiru. Graslaukur var og í garðinum og kúmen. Það var sem sagt fleira gert í Grænumýrartungu en fóðra ær og kýr. Er Jakob Líndal á Lækjarmóti var á ferð til Reykjavíkur gisti hann í Grænumýrartungu eins og flestir ferðamenn á þessum árum og gaf hann góð ráð og leiðbeindi í garðrækt, enda fræði- maður á því sviði. Alla tíð var mikill gestagangur í Grænumýrartungu, sem eðli- legt var, þar sem bærinn stendur við Holtavörðuheiði að norðan. Mönnum þótti nauðsynlegt að fá sér hressingu eða gista og leggja þá snemma á heiðina. Komið gat fyrir, að menn urðu veðurteppt- ir nokkra daga, t.d. vermennirnir, sem voru að fara til sjós á Suð- urnesjum. Kringum aldamótin höfðu menn nesti með sér og tóku upp en fengu þá kaffi á heimilinu og föt sín þurrkuð. Þetta breyttist þó fljótt og farið var að hafa mat og kaffi ásamt gistingu eins og á hóteli, enda var þetta hótel hins gamla tíma og þó hins nýja líka, því opið var jafnt að nóttu sem degi með mat og gistingu. Heimafólk gekk úr rúmum á hvaða tíma nætur sem var. Greið- inn og þjónustan gekk fyrir öllu. Ég tek mér það leyfi að láta smá minnispunkta fljóta hér með frá afa mínum Gunnari Þórðarsyni um flutning hans að Grænu- mýrartungu og uppvöxt þar: „Það fyrsta sem ég man greinilega eftir eru endurminningar um flutninginn frá Valdasteinsstöðum að Grænumýrartungu, en þá var ég 4ra ára að aldri. Man ég, að ég bjó um hornin mín við lækjarbakka í túninu áður en farið var alfarið í burtu. Móðir mín reiddi mig alla leið og fylgdumst við með lestinni er flutti búslóðina. Voru í henni bæði lánshestar og hjálparmaður. Þegar við komum að Grænumýrartungu var heldur dauflegt yfir að líta og bær hrörlegur. Hafði ég orð á að þetta væri ljótur bær, þótti það orð að sönnu og oft vitnað í síðar. Annars er næsta fátt í frásögur færandi af æsku minni. Ég tók smátt og smátt þátt í venjulegum störfum unglinga. Var það þó tiltölulega meira innan-bæjar, þar sem ég var yngst- ur bræðra og móðir okkar jafnan ein kvenna á heimilinu. 62
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.