Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 68
annan gaf mér freyja,
hann kunni ekki að deyja.
Gott þótti mér út að líta
ískinninu hvítu og skikkjunni grænni.
Konan mín í kofanum hýður mér til stofu að gá.
Ekki vil ég til stofu gá
heldur uþp að Hóli að hitta konu bónda.
Kona bónda gekk til brunns, hún vagaði og kjagaði.
Lét hún ganga hettuna og smettuna.
Dinga litla Dimmidó,
nú er dauður Egill og Kegill í skögi.
Hvað viðvíkur þeirri breytingu á umsögninni um Sankti Maríu í
þeirri gerð þulunnar sem áður hefur birt verið, tel ég að verið geti
að hún sé mjög gömul og gæti þulan hafa verið til fyrir 1550 í
þeirri mynd sem ég lærði hana, en hafa verið breytt eftir það til
samræmis við þær kenningar sem haldið var að fólki hérlendis eft-
ir þann tíma.
Eftirfarandi þulu lærði ég einnig í nokkuð breyttri mynd frá
þeirri sem Velvakandi hefur birt:
Heyrði ég í hamrinum
hátt var látið, sárt var grátið,
búkonan dillaði börnunum átta,
Ingunni, Kingunni,Jórunni, Þórunni,
Aðalvarði, Ormagarði, Eiríki ogSveini.
Ekki heiti égEiríkur, þó ég sé það kallaður.
Ég er sonur Sylgju, sem bar mig undan bylgju.
Bylgja og hún bára þcer brutu minar árar.
Muna myndu það frændurnir þínir:
Hringur Hreyvarðsson, Hreyvarður Garðarsson,
Garðar Gunnvarðsson, Gunnvarður Refsson,
Refur Ráðfinnsson, Ráðfinnur Kolsson,
Kolur Kjörvarðsson, Kjörvarður Bjórsson,
Bjór Brettingsson, Brettingur Hakason
og Haki Oðinsson.
66