Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 69
Sá var mestur maöurinn
og allra trölla faðirinn
í helli á skógi.
Enn er þula um kerlingu nokkra og kannast ég ekki við að hún
hafi verið tengd þulunni um fiskihlaðann, þó vera megi að svo sé,
en ég lærði hana svona:
Kom ég þar að kveldi sem kerling sat að eldi.
Hún tók sinn binginn og hugði mig að stinga.
Eg tók þá lurkinn minn langa
og lagði hann undir kerlingar vanga
svo aldrei mætti hún gott orðið heyra
með sínu bannsetta, biksvarta, kolsvarta,
krókótta kerlingaeyra.
Eg bæti hér við enn einni þulu ef einhver kynni að kannast við
hana og þá ef til vill aðra gerð hennar:
Gekk ég uþþ á hólinn og horfði ég ofan í dalinn,
sá ég hvar hún Langhala lék sér við sauðinn,
kisa keifaði, kálfurinn baulaði.
haninn gól fyrir miðja morgunsól.
Eg skal dilla syni mínum sælum og Ijúfum
þangað til að kýr mínar koma ofan úr fjalli.
Heim ganga þær Hyrna og Stjarna,
ganga drynjandi Dröfn og hún Hringja,
Yla og hún Ala ofan á skála.
Flekka og hún Fræna þær fylla skjólur,
Geit og hún Græna þær ganga í helli
Hvað er í helli, sem hornunum skellir?
Hrímsþýtandi hamramóðir?
Ekki eru allar kýr kerlingar,
vantar hana Sokku og hana Dokku
og hana Trítilrokku.
Aður birt i Velvakandadálki íMorgunblaðinu 18. ágústl985.
67