Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 70
Gudmundur Guðni Guðmundsson:
Á árabát fyrir Hornstrandir
Bróðir minn Auðunn Árnason, sem sagt hefur mér frá ferð
þessari, er fæddur á Fæti við Djúp 14. okt. 1901. Hann var lengi sjó-
maður og einnig bóndi í Byrgisvík og þó lengst á Dvergasteini í
Álftafirði. Hann hefur unnið að örnefnasöfnun í Súðavíkurhreppi
og er minnugur vel. Hann var einn af þeim fimm mönnum, sem
á bátnum voru og þá háseti hjá Guðmundi. Formaður og eigandi
bátsins, sem þeir fóru á, var Guðmundur Guðmundsson sonur
þeirra Byrgisvíkurhjóna Sigríðar fngimundardóttur og Guðmund-
ar Jónssonar, sem lengi bjuggu í Byrgisvík í Strandasýslu. Þetta
mun hafa verið vorið 1926 eða 7. Guðmundur, sem lengi var
kenndur við Svanshól í Bjarnarfirði en þar ólst hann upp hjá
Olöfu Ingimundardóttur móðursystur sinni og manni hennar Ingi-
mundi Jónssyni, og því oft kallaður Guðmundur frá Hóli, er fædd-
ur 6. jan. 1901, nú til heimilis í Hafnarfirði. Hann varð snemma
formaður og þetta vor rær hann á árabát ffá Hnífsdal með þessa
menn, sem brátt verða taldir. Vorið áður kaupir hann fimm-
manna far af bóndanum á Nesi í Grunnavík. Báturinn hét Síldin
og er enn til, nú vestur í Bjarnarhöfn hjá eiganda sínum Bjarna
bónda Jónssyni frá Asparvík í Strandasýslu. Báturinn var tvímastra
með gaffalsegli á báðum möstrum og fokku og klýfi.
Þeir, sem voru hásetar Guðmundar í þessari ferð fyrir Strandir,
voru: Auðunn Árnason ffá Súðavík, jafnaldri Guðmundar og trú-
lofaður Sigríði systur hans, en hún var þá enn heimasæta í Byrgis-
vík, Viggó Guðmundsson frá Gautsfiamri í Steingrímsfirði mágur
Guðmundar, kvæntur Kristínu systur hans, Benedikt Sigurðsson
frá Brúará og bróðir Benedikts Ingi Einar Sigurðsson en hann lést
úr taugaveiki um haustið þetta ár, 22 ára að aldri.
68