Strandapósturinn - 01.06.1985, Síða 87
far um að eyðileggja sem mest kassa og koffort þannig, að kasta í
þá þungum pokum, svo að þeir féllu við eða hrykkju frá. Enginn
túlkanna skeytti neitt um þetta, svo að ég vissi til. Viðstaðan í
Quebec var aðeins meðan víxlað var peningum, keypt farbréf og
útvegaðir vagnar.
Verzlun í Quebec er hin versta sem ég þekki til og er það hart,
að félausum vesturförum skuli vera gert ómögulegt að leita fyrir
sér annars staðar með kaup á landferðanesti sínu o.fl. nauðsynjum
en á þeim stað sem sjáanlega er stofnaður í þeim tilgangi að kúga
útaf þeim hinn síðasta pening. Aðhlynning á emigrantahúsinu í
Quebec var engin og engin gefin máltíð, sem þó hefur verið venja
undanfarin ár.
Vagnar á landleiðinni voru góðir (svefnvagnar), en því miður
höfðu margir of lítil, og sumir engin, rúmföt uppi við, allur far-
angur er í vagni sér og kom það til af því (það) áleit það ekki vog-
andi rúms vegna, en slíkt er þó injög áríðandi og ættu allir að
passa að hafa svo mikil rúmföt með inn í vagnana, sem þeir
aðeins sjá sér fært að geta borið fljódega út og inn ef skipta þarf
um vagna. En hafi þeir meira dót með sér en svo að þeir gætu
borið það út í einu, gæti það orðið til þes að þeir töpuðu því, þar
eð vagnarnir bíða ekki eftir óskum hvers og eins enda eins oft
skipt um þá að nóttu til.
Veikindi í börnum voru heldur meiri á landleiðinni en á sjón-
um og fullorðnir voru einnig lasnir líka, einkum kvenfólk og
hefur það verið bæði afleiðing af sjóveiki, svo og af óhentugu og
litlu viðurværi, því að margir voru nestislitlir og næstum allslausir,
enda hvergi þorandi að kaupa það er vantaði á landleiðinni, því
að eimreiðin var rokin af stað þegar minnst varði, áður en til-
nefndur tími var kominn. Einkum var Baldvin mjög hughaldið að
verzla fyrir menn það er þeir þurftu með, sem haganlegast og
honum var unnt. Þegar kom til Winnipeg um kvöldið (um kl.
6—7) var úti ætlunarverk Baldvins, enda hvarf hann okkur þá
með öllu. Var emigröntum öllum hleypt inn í emigranthúsið, er
var hússkrifli brunnið í annan endann, og þá lágu allir um nóttina
í pjönkum sínum. Engin var þar máltíð gefin eða neitt til hressing-
ar af stjórnarinnar hálfu og voru þó margir orðnir allslausir. En
85