Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 88
margir íslendingar úr bænum komu þar með mjólk til að gefa
kunningjum sínum og emigröntum yfir höfuð og var það sannar-
lega vel gert.
Sem auðvitað er gátu ekki allir komið sér í vinnu daginn eftir
né fengið sér verustað til bráðabirgða og urðu að halda til í emi-
grantahúsinu í nokkra daga. Var það að sögn mest fyrir hvatir frá
fyrrnefndum Matthíasi Þórðarsyni, að séð var um að fólkið fengi
fæði þar í húsinu meðan það dvaldi þar og önnuðust um það þeir
herra Páll Bardal ogjón Júlíusson, er settir voru af stjórninni til að
veita fólkinu móttöku og sjá því fyrir vinnu. Að öðru leyti veit ég
ekki gjörla um framkvæmd nefndra félaga í þeim útvegunum, en
þó munu flestir hafa átt kost á einhverri vinnu, þeir er hennar
gátu notið heilsu vegna eða annara ástæðna. Sumir fóru þegar um
kvöldið úr emigrantahúsinu og út í bæinn til kunningja sinna eða
vandamanna. Að endingu vil ég geta þess hve röggsamlega þeir
þrír embættismenn Isfirðinga, hr. Skúli Thoroddsen og hr. læknir
Þorvaldur Jónsson og hr. prestur Sigurður Stephansson gengu
fram í því að yfirlíta rúm okkar farþega á Copeland.
Skipið tók fyrst fólk í Reykjavík, síðan í Stykkishólmi og svo á
Isafirði. Það ætlaði hr. Sigfús Eymundsson (sem fór með okkur til
Skodands) því að fara norður um hafnir og taka fólk á Sauðár-
króki og jafnvel víðar. En Skúli sýslumaður og þeir félagar komu
þá um borð til að skoða plássið og umbúnað emigrantanna og
„gengu þeir svo hart fram að ekki mátti við þeim“. Var það álit
sumra að útflutningsstjóranum hefði ekki verið mikil þægð í um-
stangi þeirra, en svo lauk þeim viðskiptum að Skúli sýslumaður lét
mæla allt rúm það mönnum var ætlað að byggja í skipinu og er
hann hafði fengið að vita fólksfjöldann kom í ljós, að 12 mönnum
var of margt á skipinu og var honum þó eigi sögð full tala á skip-
inu eftir því sem í ljós kom síðar, er vesturfarar tóku manntal sjálf-
ir. Eftir skoðunina gaf sýslumaður þann úrskurð að ólöglegt væri
að bæta fleira fólki á skipið og lauk svo að haldið var til baka vest-
ur um land og til Skodands. Er það meining mín að við vesturfar-
ar eigum hr. sýslumanni Skúla Thoroddsen og áður nefndum fé-
lögum hans mikið að þakka í skipsrúmlegu og þar af leiðandi heil-
86