Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 91
Það fríkkar nú óðum, þvi blómlegur bcer
og býli hér sjástfyrir stafni.
En náttúran brosir og haustsólin hlær
svo hugurinn betur sigjafni.
Eg lifna nú allur er litið égfæ
hinn Ijómandi sviphýra Calgary-bæ.
Svo stefnum við þaðan með straumfagri á
und stuðlabergs klettunum smáu;
en langt burt ífjarlægð má Ijóslega sjá
hin lýðfrægu Klettafjöll háu,
með fannþöktum tindum er teygja sig hátt,
með tröllslegri ásýnd, íþokuloft grátt.
Það dimmir af nóttu, það dunar í braut,
og draugslega eimtröllið stynur,
en eldbjarminn málar sitt indæla skraut
á isgráa bergið, er dynur.
Ogfjallbúinn vill ekki hafa um sig hátt
hann hræðist þau læti um koldimma nátt.
Og stundum er haldið geiguænleg göng
sem gerð eru af stórvirkum höndum;
Það öskrar og hvín því að lestin er löng
hún liggur á rammefldum böndum.
Hér þekktist ei mannvirki öld eftir öld,
en öllum er gefið að ferðast í kvöld.
Það birtir af degi og betri er sýn,
það bjarmar á snjóvgaða tinda,
og eggslétta vatnið oss yndislegt skín,
þar örskreiðu fiskarnir synda.
Og hér vaxa stórtré svo gullleg og græn,
er gnæfa til himins með blaðskrautin væn.
89