Strandapósturinn - 01.06.1985, Síða 93
Ingvar Agnarsson:
Þrír þættir úr
r
Arneshreppi
Ferð okkar bræðra
að Eyri
Okkur bræðrum hafði verið lofað því, að við mættum fara inn
að Eyri og hitta þar frændur okkar og vini, Ingólf og Gunnar Guð-
jónssyni, sem voru á nokkuð svipuðum aldri og við. Tilhlökkun
okkar var mikil. En ekki máttum við fara, fyrr en einsýnt veður
kæmi. Og nú var logn og blíða og veðurúdit hið besta að mati for-
eldra okkar. Eg mun hafa verið átta eða níu ára gamall, en Jón
bróðir minn var tveim árum yngri.
Móðir mín bjó okkur út til ferðarinnar. Foreldrar okkar báðu
okkur að koma ekki seint til baka. Þeir vöruðu okkur við Hest-
hömrum, sem eru á miðri leið inn með Ingólfsfirði, og ganga í sjó
fram um flæði og vildu að við kæmum áður en sjór flæddi þar upp
að. En ef svo færi, að við kæmumst ekki fyrir framan þennan for-
vaða í tæka tíð, skyldum við ganga upp á bakkana að innanverðu
við hamrana, og komast þannig ffamhjá þeim án allrar áhættu.
Þetta var yndislegur dagur, logn og blíða. Sólin skeið í heiði,
fuglarnir sungu og blómin brostu mót heiðbláum himni.
Við gengum í vestur frá Steinstúni, heimili okkar, yfir holt og
mýrar, upp á Höfða (norðan við Nónfjall) og sáum þaðan yfir allan
Ingólfsfjörðinn, sem glampaði í sólskininu, Seljaneshlíðina (386 m.)
91