Strandapósturinn - 01.06.1985, Qupperneq 98
vildi öllum rétta hjálparhönd, eftir fremsta megni, og einkum
þeim, sem hún vissi að áttu eitthvað bágt.
Margt fleira vildi ég segja um þessa góðu frænku mína, en læt í
bili staðar numið við þessa einu minningu, sem að framan er
skráð. Hún yljar mér enn um hjarta, er ég minnist þessa löngu
liðna atviks.
Blessuð sé minning [tín, Hallfríður frænka!
Borgarísjakinn
Það mun hafa verið vorið 1926 eða 1927. Við áttum þá heima á
Melum í Arneshreppi. Einn daginn vorum við í mó, sem oftar,
fram undir Fossabrekkunum. Veður var bjart og glaða sólskin.
Foreldrar mínir og við Jón bróðir vorum þarna öll að vinna við
móinn. Um þrjú leytið settumst við öll niður og fengum okkur
kaffi. Okkur varð litið út á lognslétt hafið, sem blasti við sjónum á
milli Hlíðarhúsafjalls og Reykjaneshyrnu. Þá bar fyrir augu mikil-
fenglega sýn, sem ég mun ekki gleyma.
Við hafsbrún kom í ljós, út undan Hlíðarhúsafjallinu, hvítt fer-
líki, og barst til austurs. Við áttuðum okkur fljótt á því, að hér var
á ferð geysimikill borgarísjaki. Þótt logn væri um allan sjó, var á
honum mikill skriður, enda liggur sjávarstraumur oft inn Húna-
flóann vestanverðan. En er jakinn var kominn um það bil tvo
þriðju hluta þeirrar leiðar, sem við sáum milli áður nefndra fjalla,
þá staðnæmdist hann skyndilega. Og þarna sat hann allan þann
dag.
Utlit jakans var þannig, að hann stóð þverhníptur úr sjó í báða
enda frá okkur að sjá, en vestari helmingur jakans var um það bil
helmingi hærri en sá sem sneri í austur.
Fossabrekkur standa nokkuð hátt. En jakinn virtist, frá okkur að
sjá, vera alveg við hafsbrún. Hann var því æði langt í burtu. En
samt sáum við hann mjög vel. Svo mikil var stærð hans. Hann var
áberandi í því landslagi, sem við höfðum fyrir augum. Þarna hefur
hann staðið grunn, þótt djúpt væri, og því staðnæmst skyndilega.
Við höfðum svo auga með þessum mikla jaka næstu daga.
96