Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 103
til veðurs, og nú notuðu þeir tækifærið og hengdu steina í þríhyrn-
una hennar um leið og hún gekk fram hjá og varð þeirra ekki vör.
Síðan þutu þeir inn í eldhús til mömmu sinnar, og smeygðu, svo
lítið bar á, steini í svuntuvasa hennar. Stúlkurnar gáfu ekkert færi
á sér að svo stöddu, en dagur var ekki að kveldi kominn, öllu var
óhætt enn. Það var tilvalið að leynast í fjósganginum þegar þær
færu út að mjólka kýrnar. Þannig leið allur dagurinn í glaumi og
gleði. Loks tók að rökkva, þá var nú von á sögu, því afi hafði lofað
þeim sögu, og nú þyrptust öll börnin í kring um afa og biðu með
óþreyju eftir sögunni, sem þau vonuðu að yrði af betra taginu.
„Hafið þið heyrt það, að öskudagur á átján bræður?“, sagði afi. En
börnin litu á hann stórum augum. Þetta höfðu þau ekki heyrt fyrr.
Bræður? Hvernig getur öskudagur átt bræður? sagði Lalli, sem var
elstur. Það verða átján dagar á föstunni eins og öskudagur, sagði
afi þeim. Nú hefúr hann verið góður, og væntanlega verða bræð-
urnir líkir honum. „Sögu“ kölluðu börnin með ákafa. „Verið róleg
börnin góð. Afi er ekki vel upplagður til að segja sögu núna. En
mig langar til að benda ykkur á dálítið sem ég hefi svo oft heyrt
og séð til ykkar og ekki síst í dag. Það er eðlilegt að börn leiki sér,
og það er líka nauðsynlegt. En þið eigið að vera varkár í orðum
og verki. Eg hef tekið eftir því í dag, að þið drengirnir hafið lagt
mikið kapp á að koma sem flestum steinum á Steinku gömlu. Við
það eitt er lídð að athuga, það er barnaleikur, sem þó getur fylgt
alvara. En þið hafið oft kastað að henni steinum, sem er ljótara en
að hengja á hana steina. Þar á ég við, að þið kastið oft að henni
steini, sem kallað er í orði. Þið vitið þó að hún er einstæðingur og
á engan að. Nú áminni ég ykkur um, börnin góð, að leggja niður
þennan ljóta ávana. En í þess stað sýna Steinku og öðrum góðvild
og hjálpsemi. Kastið aldrei steini að samferðarmönnunum. Steinn-
inn sá getur hitt ykkur sjálf.“
Skráð 1930.
Eintal
Dapurt vor. Að baki langur örlagaþrunginn vetur. Hvað sólar-
geislarnir skína ólíkt á bjartar vonir, hafnar yfir tíma og rúm, en
101