Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 104
rústir þess, sem var og getur aldrei komið aftur. Hver gerir sér
það ekki ljóst? Og þó. Horft til fjallanna háu, sem báru við sjón-
deildarhring, og huldu útsýn þess óþekkta, sem töffaði og lokkaði,
var þó aðeins draumsýn, flug vængjaðs huga. Síðan stýfðir vængir,
blóði drifnir. Riddari á hvítum jó kvaddi dyra. — Hafið, undur
þess, allt í senn, fegurð og mikilleiki. Skipin klufu dimmbláan sjáv-
arffötinn. Sól hnigin til viðar. Láð og lögur tóku höndum saman
og sungu höfundi lífsins lof og þökk fyrir að vera til, og mega
gleðja mennina, í amstri þeirra og áhyggjum. Svifta af þeim hulu
hversdagsleikans, og verða kóngur og drottning í ríki náttúrunnar
þar sem allt er til reiðu, sem hugurinn þráir. Er nokkuð að furða
þó ungar sálir mætist á sólgylltum sumarkvöldum, í trú og von, og
dreymi fagra drauma, en ekki hríðar bylji og haffót mannlegra
meina. Slíkt er svo fjarri þá sól skín í heiði. Eitt sumar. Nægir það
ekki fyrir þig? Jú að vísu, en það var svo fljótt að líða. Síðan hafa
runnið upp mörg sólvana sumur, og langir húmdökkir vetur.
Löng er biðin. Stattu í flæðarmálinu og taktu á móti honum, þegar
hann kemur á fleyinu sínu fagra að sækja þig. Og fer með þig yfir
móðuna miklu til ódáins landsins, handan við sól og mána.
Ómælistími dveldu hjá mér ögurs stund. Eitt sinn hafði þú ekk
ert á mód því. Nú er eins og þú sért á þeim hraða, að þú getir vart
lidð mig. Sólroði var í brosi þínu, dul í vængjatökum, harmur í
hreggi.
102