Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 105
Matthildur Guðmundsdóttir
frá Bœ:
Var það
kraftaverk?
Ég veit ekki, hvort margir hafa hugleitt, hvernig það var, að
vera talin berklasjúklingur á árunum milli 1920 og 1930 — um það
gat ég talað af eigin reynd, og held að það geti ekki skaðað neirin,
að fá dálitla hugmynd um, hvað þar var við að stríða.
Það, sem ég segi hér á eftir, er eitt dæmið um það. Nú reyndist
þetta ekki vera — smitandi berklar — sem að mér var, heldur
brjósthimnubólga með þrálátum hita og verk. — Ég vissi það sjálf,
að orsakir þessara veikinda voru vosbúð og alltof mikil vinna, —
möguleikar til að afla sér tekna, voru ekki margir á þessum árum.
En nú fannst mér mikið liggja við, að reyna að þéna vel þetta
sumar, — því meiningin var að gifta sig um haustið, — þess
vegna tók ég þá vinnu sem best var borguð, þótt hún væri bæði
kaldsöm og erfið, — ég fór að vinna við saltfisk.
Þetta gekk vel frameftir sumri, en er líða tók að hausti var heils-
an orðin það slæm að ég fór alveg í rúmið. — Þá varð ég að leita
á náðir elskulegra foreldra minna með dvalarstað og alla aðhlynn-
ingu, sem auðvitað var látin í té með ástúð og fórnfýsi.
Eitthvað lagaðist heilsan er ég hafði legið í rúminu margar vik-
ur og ég komst á fætur nokkru fyrir jól, og fór þá af veikum mætti