Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 120
ur á Feykishólum og hvernig hann var stunginn til bana fyrir alt-
arinu, þegar hann messaði í fyrsta sinn og ekkert sást eftir af hon-
um nema þrír blóðdropar.
„Hvar var kirkjugarðurinn?" spurði Sóla.
Það fór hrollur um mig, þrátt fyrir daginn og sólskinið.
Ég lét þessa gátu vera óleysta, en fór að ná í reiðskjótana. Ekki
voru þeir ýkja hrifnir af því að eiga að fara enn lengra til fjalla en
komið var og hafa sjálfsagt hugsað okkur þegjandi þörfina, eins
og síðar kom á daginn.
Enn var eftir að fara þriðjung leiðar upp í Fiskivötn og það varð
að komast sem fyrst, þar sem liðið var langt á daginn. Nú varð að
fara að haska sér.
Við ármótin ffemst í dalnum rákumst við á enn einar rústir,
sem voru of miklar til að vera venjulegt sel eða smalakofi. Eins og
áður voru það tvær rústir, aðrar tvöfaldar eða þrír samhliða vegg-
ir með smá-útskoti til vesturs, hinar ofar og fjær, auðsjáanlega fjár-
hús, þó að þetta væri næstum sokkið í jörðu.
Nú var farið að kvölda og himinninn logarauður yfir Hjarðar-
fellinu, sem reis upp úr mýradrögunum vestan við okkur. En það
sem lakara var, það voru komnar hálfleiðinlegar skýjaslæður á
koll þess og hæðirnar í kring, sem þéttust óðfluga. Og þegar við
loks komum að hinum fengsælu? Fiskivötnum var skyggnið orðið
harla lítið.
Og okkur gafst á að líta. Þetta voru þá mórauðar mýratjarnir,
afskaplega óspennandi og ömurlegar á að líta. Máske hefur þokan
gert umhverfið enn óhugnanlegra en það var í rauninni. Jæja,
ekki dugði að láta hugfallast.
Við tjölduðum og heftum hestana. Svo var netið dregið fram
og leitað að veiðilegum stað við vatnið. En hvergi virtist vera neitt
líf, það var ekki svo gott að neinn mófugl léti til sín heyra. Loks
ákváðum við að vaða með endastagið út á lítinn hólmakoll, sem
var nokkra faðma úti í vatninu. Ég bretti upp buxnaskálmarnar og
göslaði út í. Þetta virtist svo grunnt. En eftir nokkur skref sneri ég
við hið bráðasta. Botninn var nefnilega ekki sem tryggastur. Ég
sökk bara dýpra og dýpra í leðjuna, þess lengra sem ég óð og allt
dúaði og seig í kringum mig. Og hetjuskapurinn var ekki meiri en
118