Strandapósturinn - 01.06.1985, Blaðsíða 125
Gíslijónatansson, Naustavík
Gömul eyði-
býli og sel
í Tungusveit
Fyrr á öldum er að sjá, að þröngbýli hafi verið meira en nú og
sömuleiðis að víða hafi menn hokrað við búskap með mjög fáar
skepnur og hafi jafnvel byggt á óheppilegum stöðum sökum land-
þrengsla eða með öðrum orðum, að þar sem slík kotbýli voru,
hafi ekki verið um neinn búskap að ræða í þeim mæli að fram-
fleytt gæti heilli fjölskyldu. Þeir menn hafa sjálfsagt unnið hj4
stærri bændum, og jafnvel haft eitthvað annað starf, svo sem sjó-
róðra eða annað, sem þeir hafa haft lifibrauð af eins og sagt er.
Og sömuleiðis er ólíklegt að samfelld byggð hafi haldist á þessunt
stöðum. Þá var það þjóðarvenja að hafa í seli á sumrin (búsmal-
ann) til þess að styttra væri að reka skepnurnar á kjarnmeiri beit,
þar sem hún er kjarnmeiri til fjalla og dala að álitið er, og því
meiri ró fyrir skepnurnar, og þar af leiðandi meiri arður af þeim.
Ekki væri ólíklegt að margan langaði að heyra sögur þessara
býla, en þess er enginn kostur, móða gleymskunnar hylur það allt.
En eitt er víst, að þarna hefur verið unnið og starfað fyrir sér og
sínum, eins og fólk gerir enn í dag, en við þau skilyrði, sem okkur
þætti ekki glæsileg nú á þessari véla- og framfaraöld. Bæirnir hafa
verið flestir lágir moldarkofar og ólíkir þeim íbúðum, sem við eig-
123