Strandapósturinn - 01.06.1985, Síða 126
um nú að venjast, og ekki var rafmagnið til að lýsa þá og hita upp.
Þá var setið í rökkrinu við ýmsa vinnu sem ekki þurfti mikla birtu
við, og sagðar sögur og sagnir, sem þjóðin var ríkari af og gefnari
fyrir en nú virðist vera, og er það illa farið. En tímarnir breytast
og mennirnir með. Hér ætla ég að telja upp þau býli, sem ég veit
að voru í Tungusveit, áður fyrr, en eru nú löngu komin í eyði.
Kollafjarðarnessel var á Hvalsárdal norðan við ána í Kollafjarð-
arneslandi. Guðmundur Bárðarson, sem bjó á Kollafjarðarnesi frá
1882—1902, hafði þar beitarhús, en hvort hann hefur haft þar í
seli á sumrin skal ég ekki segja, en þar var sel áður fyrr. A móti
Hvalsárbænum, í Kollafjarðarneslandi, var býli, sem hét Nesoddi,
eða Nesoddakot, æfafornt og löngu komið í eyði og nú búið að
slétta þar yfir og gera að túni. Þorsteinsstaðir hét býli, sem var
uppi í litlu skarði, sem Þorsteinsstaðaskarð heitir á Gálmaströnd,
upp af Tóftadrang. Sá, sem þar hefur verið, hefur haft fagurt út-
sýni, en veðrasamt hefur verið þarna, og óþægilegt til aðdráttar
en beitarsamt hefur verið þarna fyrir fé á Hvalsárhöfðanum og
ásunum þar í kring.
Þórusel var í Þórumýri í Smáhamralandi. Um Þóru eru engar
sagnir fremur en fleira af þessu fólki þessara eyðibýla, nema að
hún átti hest, sem Sóti hét, og fannst dauður frammi hjá Sótagili,
það er í Heydalsárlandi. Bjarnastaðir hét býli fyrir ofan Geitafell,
rétt fyrir frarnan Þórusel. Þar ber leiti á milli, og er það í Smá-
hamralandi. Sá maður hefur ekki valið sér mikið útsýni, en skjóla-
samt er þar og gott til beitar og víðsýni fagurt stutt frá því sem
bærinn hefur staðið. Grænkusel hét býli eða sel rétt fyrir framan
Bjarnastaði, það er í Heydalsárlandi. Grænkugil skilur að löndin.
Harrastaðir hét býli utan við Heydalsána við sjóinn, þar sáust
lengi allmargar bæjar- og húsatóftir og mikill túngarður í kring.
Bendir það óefað á, að þar hafi verið myndarbýli, því túngarðar
voru til forna ekki nema á vel setnum jörðum: Nú sést ekki fyrir
neinu tóftabroti, því það hefur verið sléttað og ræktað þar tún.
í sögnum Finns á Kjörseyri er minnst á þetta býli, og það nefnt
Haraldsstaðir og sömuleiðis í Jarðatali eftir Eggert Olafsson og
Bjarna Pálsson, en þegar þeir fóru um landið, þá var þetta býli
124