Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 132
Gudmundur Jónsson
Munaðarnesv
Gamla trillan
Oft á hann leið fram hjá gömlu trillunni, þar sem hún stendur í
naustinu, þaðan sem hún verður ekki færð aftur. Að flestra dómi
var hún orðin þurfandi fyrir hvíldina, enda aldurhnigin, árin orð-
in vel yfir sjötíu. En honum finnst stundum eins og hún sé ekki
sátt við hlutskipti sitt. Eins og henni finnist hún hefði getað enst
lengur. Og hann sér ekki betur en hún líti nýju trilluna hornauga,
döpur í bragði. Stundum, þegar hann á leið nálægt naustinu,
finnst honum eins og hún kalli til hans, og hann staldrar við. Það
er eins og það sé á milli þeirra einhver strengur sem ekki vill
bresta, svo margt höfðu þau átt saman að sælda um dagana. Hann
var víst ekki hár í loftinu þegar hann fékk að fara sína fyrstu sjó-
ferð. Og hann var enn ungur að árum, þegar hann tók við stjórn-
inni, og var svo þar til hún var dregin í naust í síðasta sinn. Oftast
höfðu þau verið heppin þegar róið var til fiskjar. Og oftar en ekki
var eins og við honum væri ýtt eða að honum hvíslað, þegar út á
mið var komið, að fara ekki lengra, því nú væri fiskur undir. Hann
gat ekki gert sér grein fyrir, hvað hér var á ferðinni. En það brást
ekki oft, að þá var fiskur undir.
Hann fer upp í trilluna, þar sem hann hafði svo oft áður staðið