Strandapósturinn - 01.06.1985, Qupperneq 140
Sæmundur Björnsson fráHólum íReykhólasveit:
Nokkur orð varðandi
Tröllatunguætt
I 16. árgangi Strandapóstsins birtist allviðamikíl ritgerð eftir Jó-
hann Hjaltason, fræðimann og fyrrv. kennara, (hér á eftir J.H.).
Mikill hluti ritgerðarinnar er helgaður Tröllatunguprestum og
þeirri ætt, sem við þá er kennd. — í því sambandi ber að minnast
þess, að Tryggvi Þórhallsson, alþm. (hér á eftir T.Þ.), hafði á sínum
síðustu árum tekið saman drög að Tröllatunguætt og öðrum ríkj-
andi ættum í Strandasýslu.
I ofannefndri ritgerð hefur J.H. eftir T.Þ., að honum „hefði
heyrzt á mönnum norður þar nær þeir töluðu um Tröllatunguætt,
þá meintu þeir eingöngu niðja séra Björns Hjálmarssonar“. Hér
virðist um of mikla alhæfingu að ræða, því að T.Þ. sagði, að þetta
hefði sér „heyrzt á sumum þar nyrðra", sem er í mun þrengri
merkingu. (Sennilega er ofangreind tilvitnun J.H. eftir minni.)
En svo heldur J.H. áfram og segir: „Enginn innfæddur Stranda-
maður með nokkurn kunnleik á mannfræði héraðsins, skilur ann-
að við Tröllatunguætt en afkomendur séra Björns Hjálmarssonar.“
Þetta finnst mér hæpin fullyrðing.
Síðan tínir J.H. til talsverðan fróðleik um séra Hjálmar, föður
séra Björns, og víkur m.a. að þeim orðrómi, að hann hafi verið
launsonur Björns stúdents Halldórssonar frá Selárdal, síðar á
Sveinseyri. Sitthvað virðist benda til þess, að sá orðrómur geti
staðist, þótt líklega verði það seint sannað eða afsannað. — Hins
vegar hefur það hent, eins og J.H. getur um, að fólk hafi bendlað
sr. Björn í Sauðlauksdal við umræddan orðróm, sem mun vera
seinni tíma misskilningur og sagnfræðilega rangt.
Undir lok kaflans um sr. Hjálmar, neínir J.H. þau börn hans, er
upp komust, þ.e.a.s. sr. Björn í Tröllatungu, Jón i Skálholtsvík,
138