Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 141
Guðbrand á Valshamri og Jórunni s.st. En það voru aðeins bræð-
urnir, er eignuðust afkomendur.
Síðan fjallar J.H. í alllöngu og fróðlegu máli um sr. Björn
Hjálmarsson og nokkra niðja hans. Hann nefnir sr. Björn œttföður
Tröllatunguættar. Mun það í samræmi við hugmyndir „sumra þar
nyrðra“ og trúlega helgast af því, að hann og margir niðja hans
ílentust við Steingrímsfjörð og þar í grennd, en hinir bræðurnir,
Jón og Guðbrandur, bjuggu annars staðar.
I upphafi þessara hugleiðinga gat ég þess, að T.Þ. hefði m.a.
gert drög að niðjatali, er hann nefntdi Tröllatunguætt. Hann telur
sr. Hjálmar ættföðurinn, þótt honum hafi heyrst annað á „sumum
þar nyrðra". Og samkvæmt því telur hann niðja hans synina þrjá
og afkomendur þeirra, eins og til spurðist. Þá skilgreiningu tek ég
góða og gilda, enda í samræmi við önnur niðjatöl.
Þar sem talsverður hluti ritgerðar J.H. fjallar um sr. Björn
Hjálmarsson og nokkra afkomendur hans, sé ég ekki ástæðu til að
auka þar við öðru en því, að hann hefur orðið mjög kynsæll. Af-
komendur hans eru finnanlegir mjög víða um okkar land, einnig í
Vesturheimi og víðar.
Næstur sr. Birni að aldri var Jón Hjálmarsson, bóndi í Skálholts-
vík. Hann náði tæplega 36 ára aldri en eignaðist þó nokkur börn,
sem ættir eru frá komnar, einkum um sunnanverða Strandasýslu,
vestanverða Dalasýslu og víða annars staðar á landi hér, að
ógleymdum Vestur-íslendingum.
Yngstur bræðranna var Guðbrandur Hjálmarsson, bóndi á
Valshamri í Geiradal. Ekki er mér kunnugt um að hann hafi eign-
ast nema tvö börn; son með konunni og dóttur í lausaviðskiptum.
Niðjar þeirra munu þó orðnir allmargir og dreifðir um nærliggj-
andi sýslur, Akureyri, Reykjavík og víðar.
Þótt ég hafi í þessu greinarkorni, m.a. vegna ábendingar greina-
góðrar frænku, gert nokkrar athugasemdir við ritsmíð J.H., er ekki
svo að skilja, að ég telji skrif hans ómerk. Þvert á móti tel ég rit-
gerðina gott innlegg í héraðs- og persónusögu, þótt okkur greini á
um viss skilningsatriði.
Það er fjarri mér að fordæma skóginn, þótt eitt blað beri annan
lit.
139