Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 143
1) Að efla félagslíf meðal Hólmvíkinga.
2) Æfa félagsmenn í að koma með skoðanir sínar á fundum, sem
skipulegast, og gefa mönnum kost á að koma þar fram með
áhugamál sín og beita sér fyrir þeim. Öll mál geta komið þar til
greina að landsmálapólitík undanskilinni.
3) Félagið vill beita sér fyrir öllu því, er það álítur til bóta fyrir
þorpið og hefir leyfi til að gjöra ályktanir um, öll nauðsynleg mál,
sem þorpið varðar og fyrir fundi félagsins kunna að verða lögð.
A stofnfundinn komu 19 Hólmvíkingar. Þeir ásamt 2 til viðbót-
ar, sem voru á undirbúningsfundinum, töldust því stofnendur, alls
21, „er fyrstir eru taldir í félagabók". Félagabók þessi hefur orðið
viðskila við þau plögg Vöku, sem varðveist hafa, og verður því
ekki með vissu sagt til um alla stofnendurna. Eftirtaldir eru þó
nafngreindir, kosnir í störf, á stofnfundi:
1. Hjálmar Halldórsson
2. Ormur Samúelsson
3. Friðjón Sigurðsson
4. JónH.Jónsson
5. Björnjónsson
6. Finnur Magnússon
7. Asgeir Magnússon
8. Árni E. Jónsson
9. Jón Magnússon
10) Ólafur Magnússon
Á næstu 2 fundum eru eftirtaldir nefndir til viðbótar, án þess að
getið sé um inntöku nýrra félaga og ættu því með nokkurri vissu
að mega teljast stofnendur:
11. Ragnar Valdimarsson
12. GuðjónJónsson
13. Jón Ormsson
14. Gestur Loftsson
Eftir þeim gögnum, sem tiltæk eru, má telja líklegt, að þeir
stofnendur, sem á vantar séu meðal eftirtalinna: Jóhannes Berg-
141