Strandapósturinn - 01.06.1985, Blaðsíða 144
sveinsson, Sigurður Bjarnason, Borgar Sveinsson, Valdimar Guð-
mundsson, Þorkell Jónsson, Magnús Halldórsson, Guðmundur
Jónsson, Haraldur Guðjónsson, Pétur Bergsveinsson, Gunnar
Magnússon. Til er félagaskrá (39 nöfn) 1. jan. 1937. A henni eru
næstum allir framanritaðir, en auk þeirra: Kristinn Sigurvinsson,
Ketill Björnsson, Guðmundur Magnússon, matsmaður, Guðmund-
ur Guðmundsson, Elín Guðbjörnsdóttir, Anna Guðbjörnsdóttir,
Þórður Guðmundsson, Einar Hansen, Magnús Jörundsson, Jens
Aðalsteinsson, Tryggvi Samúelsson, Þórður Björnsson og Karl G.
Magnússon.
I framsöguræðu sinni á stofnfundinum skýrði Friðjón „með
nokkrum orðum tildrög til þessarar félagsstofnunar“. Hér hefði
fundarritarinn mátt vera ögn málglaðari, en hann lætur þetta
duga, og er hvergi ritað orð að finna um „tildrögin“, þó að til-
ganginum sé rækilega lýst í 2. gr. laganna.
Á þessum árum hagaði svo til, að tómarúm var í félagslífi
Hólmvíkinga. Til skamms tíma hafði aðeins eitt félag verið starf-
andi, kvenfél. Glæður. Ungmennafélagið Geislinn (eldri) hafði
starfað í sveitinni allmörgum árum fyrr, en lognaðist út af öðru
hvoru megin við 1930. Karlmenn höfðu því ekki við neitt að vera í
félagslegum efnum, og hlaut að verða þar breyting á. Ekki liggur í
augum uppi, hvers vegna sú breyting varð einmitt nú. Vera kann
þó, að sú staðreynd, að rúmum mánuði áður var stofnað verka-
lýðsfélag á Hólmavík, hafi hér einhverju valdið. Um það félag
urðu nokkrar efasemdir og umtal, sem e.t.v. hefur ýtt eitthvað við
mönnum og minnt á, að fleira mætti gera gagn en verkalýðsbar-
átta. Hvort sem hér er eitthvert samband á milli eða ekki, er eftir
tektarvert, að allt aðrir menn stofnuðu Vöku en verkalýðsfélagið,
aðeins 2 menn voru meðal stofnenda beggja.
Friðjón Sigurðsson var kosinn formaður á stofnfundinum,
Hjálmar Halldórsson, gjaldkeri og Ormur Samúelsson, ritari. For-
maður og gjaldkeri voru endurkosnir til 1937, en Finnur Magnús-
son var ritari 1935 — 37. Ný stjórn var kosin 1938. Formaður varð
þá Ormur Samúelsson og var endurkosinn 1939. Formenn Vöku
urðu því aðeins tveir talsins. Síðustu 2 árin var Ketill Björnsson
lengst af ritari, en Ásgeir Magnússon gjaldkeri.
142