Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 19

Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 19
Á síðasta vetri var leyfc) veiði á 1300 tonnum af rækju í Húna- flóa, og sem fyrr kom helmingur þess magns í hlut Hólmvíkinga og Drangsnesinga. Veiðarnar gengu þokkalega þegar gaf á sjó, en rækjan var mjög smá. Nú í vetur er leyfð veiði á 2000 tonnum. Það sem af er hefur veiðst töluvert af rækju inni á Steingrímsfirði. Rækjan er smá, en þó skárri en árið áður. Þannig hefur verið algengt í vetur, að 250-280 stk þurfi í hvert kíló af rækju. Svo virðist sem rækjustofninn í Húnaflóa sé nú á uppleið eftir hnign- un síðustu ára. Veiðar á úthafsrækju gengu þokkalega mestan hluta sumars, en stofninn virðist liafa minnkað samfara aukinni sókn á miðin. Rækjubátar fengu nokkru minni kvóta til þessara veiða en árið áður. Nokkuð var um að bátarnir keyptu kvóta til viðbótar, bæði af Drangavík og öðrum skipum. Þegar upp var staðið var heildar- afli orðinn svipaður og sumarið 1989. Auk rækjuveiðanna stunduðu nokkrir bátar frá Hólmavík og Drangsnesi handfæraveiðar í sumar. Veiðarnar gengu mjög vel, einkum á trillunum. Fiskur veiddist innarlega í flóanum eins og árið áður og lítið var um hringorm. Síðari hluta ársins flskaðist einnig vel á línu. Einkum gengu línuveiðar vel um haustið og fram á vetur, enda gæftir góðar. Frystitogarinn Hólmadrangur landaði 1718 tonnum af fullunn- um afla á árinu 1990. Togarinn fór 14 veiðiferðir á árinu og var 279 daga á veiðum. Veiðarnar gengu treglega síðustu mánuði ársins, og dugði kvóti skipsins allt til áramóta, að viðbættum kvóta sem keyptur var á árinu. Þó voru kvótakaup minni en árið áður. Hins vegar var verð kvótans hærra. Á árinu var gerð tilraun til veiða á úthafskarfa, en þær tókust ekki sem skyldi þar sem útgerð- in fékk ranga afgreiðslu á veiðarfærum til þessara nota. Horfur eru á lítils háttar rekstrarhalla á árinu 1990. Aðalfundur Hólmadrangs hf. var haldinn íjúní. Þar kom fram, að á árinu 1989 voru seldar afurðir fyrir 315,4 milljónir króna, sem er 31% aukning frá fyrra ári. Rekstrarhalli nam 15,2 mill- jónum króna, en var 55,5 milljónir árið áður. Utgerð rækjuskipsins Drangavíkur gekk mjög erfiðlega. At- vinnutryggingasjóður útflutningsgreina hljóp undir bagga og 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.