Strandapósturinn - 01.06.1990, Blaðsíða 19
Á síðasta vetri var leyfc) veiði á 1300 tonnum af rækju í Húna-
flóa, og sem fyrr kom helmingur þess magns í hlut Hólmvíkinga
og Drangsnesinga. Veiðarnar gengu þokkalega þegar gaf á sjó, en
rækjan var mjög smá. Nú í vetur er leyfð veiði á 2000 tonnum. Það
sem af er hefur veiðst töluvert af rækju inni á Steingrímsfirði.
Rækjan er smá, en þó skárri en árið áður. Þannig hefur verið
algengt í vetur, að 250-280 stk þurfi í hvert kíló af rækju. Svo
virðist sem rækjustofninn í Húnaflóa sé nú á uppleið eftir hnign-
un síðustu ára.
Veiðar á úthafsrækju gengu þokkalega mestan hluta sumars, en
stofninn virðist liafa minnkað samfara aukinni sókn á miðin.
Rækjubátar fengu nokkru minni kvóta til þessara veiða en árið
áður. Nokkuð var um að bátarnir keyptu kvóta til viðbótar, bæði
af Drangavík og öðrum skipum. Þegar upp var staðið var heildar-
afli orðinn svipaður og sumarið 1989.
Auk rækjuveiðanna stunduðu nokkrir bátar frá Hólmavík og
Drangsnesi handfæraveiðar í sumar. Veiðarnar gengu mjög vel,
einkum á trillunum. Fiskur veiddist innarlega í flóanum eins og
árið áður og lítið var um hringorm. Síðari hluta ársins flskaðist
einnig vel á línu. Einkum gengu línuveiðar vel um haustið og fram
á vetur, enda gæftir góðar.
Frystitogarinn Hólmadrangur landaði 1718 tonnum af fullunn-
um afla á árinu 1990. Togarinn fór 14 veiðiferðir á árinu og var
279 daga á veiðum. Veiðarnar gengu treglega síðustu mánuði
ársins, og dugði kvóti skipsins allt til áramóta, að viðbættum kvóta
sem keyptur var á árinu. Þó voru kvótakaup minni en árið áður.
Hins vegar var verð kvótans hærra. Á árinu var gerð tilraun til
veiða á úthafskarfa, en þær tókust ekki sem skyldi þar sem útgerð-
in fékk ranga afgreiðslu á veiðarfærum til þessara nota. Horfur
eru á lítils háttar rekstrarhalla á árinu 1990.
Aðalfundur Hólmadrangs hf. var haldinn íjúní. Þar kom fram,
að á árinu 1989 voru seldar afurðir fyrir 315,4 milljónir króna,
sem er 31% aukning frá fyrra ári. Rekstrarhalli nam 15,2 mill-
jónum króna, en var 55,5 milljónir árið áður.
Utgerð rækjuskipsins Drangavíkur gekk mjög erfiðlega. At-
vinnutryggingasjóður útflutningsgreina hljóp undir bagga og
17