Strandapósturinn - 01.06.1990, Qupperneq 26
ekki orðið fokhelt. Þar gæddu gestir sér á lummum og fylgdust
með fjölbreyttum skemmdatriðum. Eftir hádegi var sérstök dag-
skrá á aðalhátíðarsvæðinu, og var þar keppt í ýmsum nýstárlegum
íþróttagreinum. Þar vann Helga Þórdís Guðmundsdóttir frá
Raufarhöfn titilinn sterkasta kona hátíðarinnar. Einnig þreyttu
menn keppni í skák og bridge. Síðdegis sá Lionsklúbbur Hólma-
víkur um grillveislu aldarinnar, og voru þar afgreiddir 2.800
skammtar af grillmat. Maturinn á grillinu var annars vegar kjöt,
sem kaupfélögin í sýslunni höfðu gefið, og hins vegar sérstakar
Hólmavíkurpylsur með rækjum eða rúsínum, en þessar pylsur
voru framleiddar sérstaklega í kjötiðnaðarstöð KEA í tilefni af-
mælisins. Þarna var líka hægt að fá afmælismjöðinn Bjart, sem var
sérlagaður hjá Sanitas af sama tilefni. Meðal matargesta voru
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra ásamt eiginkonum sínum. Með-
an á veislunni stóð var starfræktur útimarkaður á svæðinu, með
ýmsum heimagerðum varningi. A sama tíma buðu sóknarprestar
Hólmavíkur og Raufarhafnar upp á hvers kyns þjónustu aðra en
jarðarfarir. Þar voru gefin saman brúðhjónin Ingimundur Jó-
hannsson og Sólrún Jónsdóttir á Hólmavík. Um kvöldið voru
útitónleikar, og eftir miðnætti birtist magnaður galdramaður,
sem kveikti elda á nærliggjandi þ'öllum og framdi fleiri eftir-
minnileg kyngiverk. Fjallatoppabrennurnar höfðu að vísu verið
undirbúnar fyrirfram með góðri hjálp Landhelgisgæslunnar, sem
lagði til þyrlu til að flytja eldivið á fjöll.
Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðraði hátíðar-
gesti með nærveru sinni sunnudaginn 29. júlí. Þann dag hófst
hátíðardagskrá eftir hádegi, þar sem m.a. var flutt heimasamin
revía sem tengdist sögu Hólmavíkur. I lok dagskrárinnar var
forsetanum aflient gjöf frá íbúum Hólmavíkur; æðarfuglar,
skornir í kork af Sólrúnu Jónsdóttur. Forsetinn færði Hólmvík-
ingum hins vegar þrjár víðiplöntur, ættaðar frá Tröllatungu, en
uppvaxnar í Reykhólahreppi hinum nýja. Voru plönturnar gróð-
ursettar í kirkjuhvamminum, skammt frá þremur birkiplöntum
sem frú Vigdís gróðursetti í fyrstu forsetaheimsókn sinni á
Strandir. Seinna um daginn afltjúpaði forsetinn minnisvarða um
24