Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 36

Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 36
aðdraganda stofnfundarins og störfum undirbúningsnefndar . . . Líkti ræðumaður félaginu við brú er tengdi saman Stranda- rnenn í Reykjavík og sýslungana í átthögunum." Átthagafélag Strandamanna í Reykjavík hefur í öll þessi ár frá stofnun 1953 haldið uppi ijölþættri starfsemi. Síðan 1967 hefur félagið gefið út ársritið Strandapóstinn. Aðalhvatamaður að stofnun ritsins var Þorsteinn Matthíasson og lengst af hefur hann verið þar í ritnefnd. í ávarpi sem Þorsteinn ritar í 1. hefti Strandapóstsins segir hann: „Þar sem barnsfingur struku um blöðruþang, vorlangan dag og báran hljóðláta kvað sitt fagnaðarlag — þar eiga margir sitt óðal, þótt þá hafi tekið út og borist að landi við ókunnar stendur. Og það er þessi dula kennd, sem er undirrót þess, að fólk frá hinum ýmsu byggðum myndar með sér félög til að geta komið saman og rifjað upp endurminningar þaðan, sem forðum var þess heima. Hin sama hugsun stendur að baki útgáfu þessa ársrits, sem Átthagafélag Strandamanna sendir nú frá sér og hefur gefið nafnið Strandapósturinn. Það er von þeirra, sem að ritinu standa, að það geti orðið tengiliður milli fólksins heima og heiman. Brugðið upp svipmyndun horfinna tíma og líðandi stundar.“ Þetta ávarp lýsir vel Þorsteini, tilfinningum og hug hans til heimabyggðarinnar. Hann var bundinn átthögunum mjög sterk- um böndum. Þorsteinn kenndi sig jafnan við Kaldrananes í Bjarnarfirði á Ströndum, þar sem hann átt sín bernsku- og æskuár, þó að meiri hluta ævinnar ætti hann lögheimili annars staðar. Þegar Strandapóstinum er flett þá rekumst við á margs konar efni eftir Þorstein Matthíasson frá Kaldrananesi, ritgerðir, viðtöl, ljóð og síðast en ekki síst þjóðlegan fróðleik, en þar átti hann mikið verk óunnið. Þegar ég heimsótti Þorstein síðast um mánaðarmót- in ágúst/september sl., þá var honum tíðrætt um eyðibýlin á Ströndum. Hann sagði að hin mörgu eyðibýli ætti hvert sína sögu, sem vert væri að varðveita. Við vorum sammála um að það væri gott og þarft efni fyrir Strandapóstinn. Ég fann að hann hafði hug á að vinna það verk og ég held hann hafi verið byrjaður, en því 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.