Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 36
aðdraganda stofnfundarins og störfum undirbúningsnefndar
. . . Líkti ræðumaður félaginu við brú er tengdi saman Stranda-
rnenn í Reykjavík og sýslungana í átthögunum."
Átthagafélag Strandamanna í Reykjavík hefur í öll þessi ár frá
stofnun 1953 haldið uppi ijölþættri starfsemi. Síðan 1967 hefur
félagið gefið út ársritið Strandapóstinn. Aðalhvatamaður að
stofnun ritsins var Þorsteinn Matthíasson og lengst af hefur hann
verið þar í ritnefnd.
í ávarpi sem Þorsteinn ritar í 1. hefti Strandapóstsins segir
hann: „Þar sem barnsfingur struku um blöðruþang, vorlangan
dag og báran hljóðláta kvað sitt fagnaðarlag — þar eiga margir sitt
óðal, þótt þá hafi tekið út og borist að landi við ókunnar stendur.
Og það er þessi dula kennd, sem er undirrót þess, að fólk frá
hinum ýmsu byggðum myndar með sér félög til að geta komið
saman og rifjað upp endurminningar þaðan, sem forðum var þess
heima.
Hin sama hugsun stendur að baki útgáfu þessa ársrits, sem
Átthagafélag Strandamanna sendir nú frá sér og hefur gefið
nafnið Strandapósturinn. Það er von þeirra, sem að ritinu standa,
að það geti orðið tengiliður milli fólksins heima og heiman.
Brugðið upp svipmyndun horfinna tíma og líðandi stundar.“
Þetta ávarp lýsir vel Þorsteini, tilfinningum og hug hans til
heimabyggðarinnar. Hann var bundinn átthögunum mjög sterk-
um böndum.
Þorsteinn kenndi sig jafnan við Kaldrananes í Bjarnarfirði á
Ströndum, þar sem hann átt sín bernsku- og æskuár, þó að meiri
hluta ævinnar ætti hann lögheimili annars staðar.
Þegar Strandapóstinum er flett þá rekumst við á margs konar
efni eftir Þorstein Matthíasson frá Kaldrananesi, ritgerðir, viðtöl,
ljóð og síðast en ekki síst þjóðlegan fróðleik, en þar átti hann mikið
verk óunnið. Þegar ég heimsótti Þorstein síðast um mánaðarmót-
in ágúst/september sl., þá var honum tíðrætt um eyðibýlin á
Ströndum. Hann sagði að hin mörgu eyðibýli ætti hvert sína sögu,
sem vert væri að varðveita. Við vorum sammála um að það væri
gott og þarft efni fyrir Strandapóstinn. Ég fann að hann hafði hug
á að vinna það verk og ég held hann hafi verið byrjaður, en því
34