Strandapósturinn - 01.06.1990, Qupperneq 55
verið algengast um mikinn hluta landsins, að nöfn hreppa væru
mynduð af heiti byggðarlaga. Strandasýsla er á slíku svæði. Því
kynnu hreppar, sem tóku nafn af býli um 1700, að hafa myndast
síðar. Annars var mun minna um að hreppum væri skipt á fyrri
öldum en síðar varð. Broddaneshreppi var skipt í Broddanes-
hrepp og Fellshrepp árið 1886 og Hrófbergshreppi í Hrófbergs-
hrepp og Hólmavíkurhrepp árið 1943. Skipting Broddanes-
hrepps átti sér landfræðilegar og félagslegar orsakir, hreppurinn
var klofinn sundur af illfærum hálsi að dómi samtímamanna og
efnahagur var munjafnari í öðrum hlutanum. Mismunandi hags-
munir íbúa í þéttbýli og dreifbýli munu á hinn bóginn vera orsök
skiptingar Hrófbergshrepps, en sú þróun var alþekkt um land
allt. Hér verður ekki farið nánar út í þessa sálma, enda má lesa
nánar um þá í riti mínu Saga sveitarstjórnar á Islandi (I. bls.
108-109, II. bls. 90-92) að því er Strandasýslu varðar. Hrófbergs-
hreppur og Hólmavíkurhreppar sameinuðust á ný árið 1988.
Taflan sýnir, að íbúum í Strandasýslu hefur einungis fjölgað
um rúmlega 15% á tímabilinu 1703—1980, en á því tímabili hefur
fjöldi landsmanna nálega fimmfaldast. Hún sýnir einnig, að fólk
var ntun fleira í sýslunni á fyrri hluta þessarar aldar. Flest var það
um 1940, og munu síldveiðar á vestursvæðinu eiga sinn þátt í því.
Þá var atvinna mikil að suntarlagi í nyrðri hluta sýslunnar við
verkun síldar, einkunt í Árneshreppi. Síldarævintýrinu lauk á 5.
áratugnum, fiskur af öðru tagi lagðist frá og sýnilegt var, að ýmsar
jarðir, sem reynst höfðu gjöfular við fyrri tíðar búskaparhætti,
reyndust henta illa nútíntabúskap. Auk þessa tók sóknin í þéttbýl-
ið að hafa sín áhrif, og margir Strandamenn fluttu á Faxaflóa-
svæðið. Nyrðra lögðustbæir íeyði. Unt 1980 var svo komið, að allir
bæir milli Bjarnarfjarðar og Reykjarfjarðar voru kontnir í eyði.
Sama máli gegndi um byggðina norðan Ingólfsfjarðar. Fáir hlýða
núorðið á organspil ofveðursins á Dröngum.
Ætla mætti að óreyndu, að lítið félagslíf hefði þrifist á jafn-
harðbýlu svæði og torsóttu yfirferðar og Strandasýsla er, en önn-
ur er raunin. Alls hafa með vissu starfað um 100 félög á svæðinu
frá því um 1850. Hér mætti bæta við fimm heildarsamtökum,
Búnaðarsantbandi Strandantanna, Kvenfélagasambandi
53