Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1990, Síða 57

Strandapósturinn - 01.06.1990, Síða 57
verið allmikið stunduð, einkum á fyrri öldum. Sá varnagli skal þó sleginn, að sjór hefur verið sóttur samfellt frá þéttbýlisstöðum í sýslunni og aflamagn þar er mun meira en tíðkaðist áður, er sjór var sóttur frá mörgum bæjum innan úr Hrútafirði og norður í Arneshrepp. Strandamenn hafa því að vonum látið sig málefni landbúnaðarins miklu skipta. 39 félög í sýslunni tengjast landbún- aði auk tveggja héraðssamtaka, Búnaðarsambandi Strandamanna og Skógræktarfélagi Strandasýslu, 8 hreppabúnaðarfélög, 6 fóð- urbirgða- ogbúfjártryggingafélög, 8 sauðijárræktarfélög, 6 naut- griparæktarfélög, 2 hrossaræktarfélög, 7 veiðifélög og 2 skóg- ræktarfélög. Skógræktarfélög eru hér talin til búnaðarfélaga, enda er ætlun manna, að skógrækt eigi sér framtíð sem búgrein. Slíkt hefur þó tæplega vakað fyrir stofnendum skógræktarfélaga í Strandasýslu, þeir ætluðu fyrst og fremst að fegra landið. Sex búnaðarfélög voru stofnuð í Strandasýslu á árunum 1887— 1904 eða 1906, en þeim Ijölgaði um tvö við skiptingu Búnaðarfé- lags Kirkubóls- og Fellshrepps árið 1921. Stofnun búnaðarfélag- anna er upphaf að félagsstarfsemi þessarar aldar, enda má líta á Lestrarfélag Tröllatungu- og Fellssafnaða sem afmarkað fyrir- bæri. Töluverður áróður var hafður í frammi á tímabilinu 1860 eða fyrr og til aldamóta um stofnun búnaðarfélaga, enda fjölgaði þeim nokkuð. Alþingi tók um 1886 að styrkja búnaðarfélög. Það ár hlutu 25 búnaðarfélög styrk, 55 árið 1888 og 90 árið 1893. Telja verður líklegt, að þessi hvatning ríkisvaldsins hafi hvatt Stranda- menn til dáða, enda voru flest búnaðarfélögin í sýslunni stofnuð á árunum Í887—f904 eða 1906. Búnaðarfélag íslands var síðan stofnað 1899. Fóðurbirgðafélögin eru flest stofnuð laust eftir lok heimsstyrj- aldarinnar fyrri. Má því vera, að skortur á fóðurbæti á stríðsárun- urn og næstu ár hafi hvatt til stofnunar þessara félaga. Eftirlits- og fóðurbirgðafélag Hrófbergshrepps samþykkti til dæmis 1923 að fela stjórn að semja við verslanir á Hólmavík að hafa tiltekið magn af fóðurbæti til sölu um sumarmál. Kornforðabúr Bæjarhrepps var stofnað fyrir heimsstyrjöldina fyrri eða 1910 og hefur vafa- laust átt að stuðla að betri fóðrun. Búfjártryggingafélagi Bæjar- hrepps var ætlað að tryggja bændur gegn tjóni af völdum lamba- 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.