Strandapósturinn - 01.06.1990, Blaðsíða 57
verið allmikið stunduð, einkum á fyrri öldum. Sá varnagli skal þó
sleginn, að sjór hefur verið sóttur samfellt frá þéttbýlisstöðum í
sýslunni og aflamagn þar er mun meira en tíðkaðist áður, er sjór
var sóttur frá mörgum bæjum innan úr Hrútafirði og norður í
Arneshrepp. Strandamenn hafa því að vonum látið sig málefni
landbúnaðarins miklu skipta. 39 félög í sýslunni tengjast landbún-
aði auk tveggja héraðssamtaka, Búnaðarsambandi Strandamanna
og Skógræktarfélagi Strandasýslu, 8 hreppabúnaðarfélög, 6 fóð-
urbirgða- ogbúfjártryggingafélög, 8 sauðijárræktarfélög, 6 naut-
griparæktarfélög, 2 hrossaræktarfélög, 7 veiðifélög og 2 skóg-
ræktarfélög. Skógræktarfélög eru hér talin til búnaðarfélaga,
enda er ætlun manna, að skógrækt eigi sér framtíð sem búgrein.
Slíkt hefur þó tæplega vakað fyrir stofnendum skógræktarfélaga í
Strandasýslu, þeir ætluðu fyrst og fremst að fegra landið.
Sex búnaðarfélög voru stofnuð í Strandasýslu á árunum 1887—
1904 eða 1906, en þeim Ijölgaði um tvö við skiptingu Búnaðarfé-
lags Kirkubóls- og Fellshrepps árið 1921. Stofnun búnaðarfélag-
anna er upphaf að félagsstarfsemi þessarar aldar, enda má líta á
Lestrarfélag Tröllatungu- og Fellssafnaða sem afmarkað fyrir-
bæri. Töluverður áróður var hafður í frammi á tímabilinu 1860
eða fyrr og til aldamóta um stofnun búnaðarfélaga, enda fjölgaði
þeim nokkuð. Alþingi tók um 1886 að styrkja búnaðarfélög. Það
ár hlutu 25 búnaðarfélög styrk, 55 árið 1888 og 90 árið 1893. Telja
verður líklegt, að þessi hvatning ríkisvaldsins hafi hvatt Stranda-
menn til dáða, enda voru flest búnaðarfélögin í sýslunni stofnuð á
árunum Í887—f904 eða 1906. Búnaðarfélag íslands var síðan
stofnað 1899.
Fóðurbirgðafélögin eru flest stofnuð laust eftir lok heimsstyrj-
aldarinnar fyrri. Má því vera, að skortur á fóðurbæti á stríðsárun-
urn og næstu ár hafi hvatt til stofnunar þessara félaga. Eftirlits- og
fóðurbirgðafélag Hrófbergshrepps samþykkti til dæmis 1923 að
fela stjórn að semja við verslanir á Hólmavík að hafa tiltekið magn
af fóðurbæti til sölu um sumarmál. Kornforðabúr Bæjarhrepps
var stofnað fyrir heimsstyrjöldina fyrri eða 1910 og hefur vafa-
laust átt að stuðla að betri fóðrun. Búfjártryggingafélagi Bæjar-
hrepps var ætlað að tryggja bændur gegn tjóni af völdum lamba-
55